já, það er reyndar hægt að gera hvað sem er og kalla það list.
Áskorunin felst í því að gera eitthvað sem fólk vill sjá og nýtur þess að taka þátt í, eða allt tént hefur eitthvað gildi fyrir fólk, og fær það til þess að velta hlutum fyrir sér.
List getur svo sem verið hvernig sem er, og hvort hún sé góð eða slæm fer eftir hvað hverjum og einum finnst.
Hins vegar er rangt, ekki listfræðilega, heldur siðferðislega að gera eitthvað gagnvart öðrum án samþykkis þeirra. Flestir hlutir eru í lagi séu allir aðilar samþykkir sem gætu orðið fyrir skaða. Nema þá kannski að vera drepnir eða meiddir varanlega, þar sem það eru ekki afturkræfir hlutir.
Að pissa yfir einhvern fer alveg yfir á vafasama og gráa svæðið. Það er þó afar auðþvoanlegt og séu allir aðilar samþykkir, væntanlega skaðlaust. Ég hef talað við alla þá sem sáu gjörningin enda í skóla með mér. Þetta fólk taldi flest gjörninginn, sem innihélt mun meira en kom fram í fjölmiðlum (enda minntust þeir bara á krassandi ógeðslegu partana), vera góðan og hafa haft nokkuð mikil áhrif á þau. Hver er ég svo sem að dæma þó? Ekki sá ég hann…
Þú verður að hafa í huga að þetta var ekki gert á opinberri sýningu, og ef svo væri þá gætir þú jafnvel tekið þann pól í hæðina að slíkt ætti ekki heima upp á leiksviði. Ég vil meina að það færi eftir hvernig sýningu væri verið að setja upp og í hvaða tilgangi, og það ætti nú að vera viðtekið sjónarmið.
Að bera þetta saman við einhverja glæpi gegn mannkyninu er hins vegar rangt.
Gott svar. Ég er sammála þér, en ég get ekki verið á móti né með þessum gjörningi, því ég sá hann ekki :) Hins vegar er ég á móti því sem ég hef heyrt, en fjölmiðlar setja efnið oft upp á annan hátt, og einblína oft á það neikvæða.
Ég var ekki að bera þetta saman við neina glæpi á mannkyninu, bara að taka dæmi hvað sumum finnst rétt og öðrum ekki.
Annars mjög gott svar hjá þér, er orðin sammála þótt ég geti ekki dæmt þennan gjörning, eins og ég sagði áður :)
An eye for an eye makes the whole world blind
0