Ég er í leiklist í skólanum og við vorum að gera svona leikhúsgrímur. Þær eru þannig að hún nær yfir allt andlitið nema munninn og svo eru náttla göt fyrir augu og kannski bil fyrir nef. En það voru sumir sem misstu af þvi að búa til grímur svo þau fóru útí búð og keyptu bara venjulega grímu og máluðu hana svo rauða, allar grímurnar eiga að vera rauðar hehe
Allavega, þá átti s.s. að fara einn og einn með grímuna og einhver átti að klæða manneskjuna upp, svo kemur hún og er einhver karakter og er spurð spurninga og þá kemur svona smátt og smátt í ljós hvernig manneskja er^^
Ég fór tvisvar og var fyrst indverskur barnaperri ^^ hahaha mjög skondið, gerðist bara! Ákvað ekki neitt og svo í seinna skiptið fór ég á kostum sem spænskur nautabani hehehe:D
Já, ég dýrka leiklist^^
Bætt við 14. nóvember 2006 - 16:48
Já, það yrði nú líka skondið ef fólkið sem ég er með í leiklist sjái þetta ^^ haha, þau myndu pottþétt vita hver ég er, en það verður bara að hafa það, svo ég segi bara “hæ” *vink* ^^