jæja kidz.
leikhús er skemmtilegt fyrirbrigði. ég man að þegar ég var yngri var alltaf mjög mikið mál ef maður var á leið í leikhús, maður klæddi sig upp og var spenntur allan daginn.
núna er það aðeins að minnka, allavega í mínu tilfelli. núna eru leiksýningar alls staðar í kringum mann sem eru að berjast um að fá sinn skammt af athygli þjóðarinnar. og þess vegna vil ég beina núna athugli ykkar að fallegri og óvenjulegri sýningu.
Þjóðarsálin er sýning sem er núna í gangi í reiðhöll Gusts í kópavogi. óvenjulegur staður til að sýna, en nauðsynlegur í því konsepti sem er verið að vinna með í sýningunni.
ég er svo skotin í þessari sýningu. hún er svo athyglisverð.
þetta er ekki týpísk sýning, þarna eru hestar, kraftajötnar, sirkusstelpur og kór. hálf kjánó fyrir mig að vera að reyna að segja frá þessu, farið frekar á www.einleikhusid.is
tjekkið á þessari. hún er fab.