Það er nokkuð síðan að ég heyrði að gera ætti kvikmynd eftir bók Hallgríms Helgasonar, Rokland. Veit einhver hvað það er komið langt og hvort það verða áheyrnarprufur fyrir áhugaleikara?
Mér finnst vanta vettvang, t.d. heimasíðu, þar sem áhugaleikarar geta nálgast upplýsingar um tilstandandi prufur fyrir kvikmyndir og auglýsingar. Það er fullt af fólki sem hefur áhuga á að leika og koma sér á framfæri en veit ekki hvernig það á að byrja. Það eru til síður eins og job.is sem hjálpa fólki í atvinnuleit með því að auglýsa atvinnu, ættu ekki líka að vera til síðar sem auglýsa áheyrnarprufur, atvinnu fyrir áhugaleikara?
Það kemur of oft fyrir mig að ég missi af prufum vegna þess að auglýsingarnar fara framhjá mér, eða eru kannski ekki svo mikið af prufum á okkar litla Íslandi?
Og svo virðist Casting ekki virka sem skildi, a.m.k. hef ég ekki fengið neitt frá þeim eftir að ég skráði mig. ;(