Fyrsta sem eg man eftir var með Þorsteini Bachman og einhverri leikkonu sem ég man ekki hvað heitir.
Við gerðum leikæfingar, mest þöglar, og gerðum svo gifsgrímur sem við notuðum í þöglu leikriti á 17.júní
Svo man ég eftir þegar Þorsteinn var með leiklistarnámskeið fyrir Circus Atlantis þegar ég var í, það voru mest ýktar æfingar, trúðaæfingar og þannig.
Svo var eitt með Hildigunni Þráinsdóttur sem var ÆÐISLEGT. Án efa besta, skemmtilegasta, flottasta og það námskeið sem ég lærði mest á. Algjör snilld, manneskjan er frábær!
Svo núna síðast með einhverri sem ég bara maan ekki nafnið á >_< Það var svona okei, flestir þarna þekktust og ég fíla mig ekki í þannig hóp þar sem ég þekki engan. Það var samt ágætt. Þar áttum við að vera í trúðapersónu allan tímann, fengum trúðanef í byrjun námskeiðsins og vorum með það alla tímana.
Gerðum svo leikrit í endann.
Svo var ég með Leiklist í val í 9.bekk. Vorum mest að læra um sögu leiklistarinnar, sögu LA og sögu Leikhússins á Akureyri. Fórum á nokkrar sýningar sem voru þá í leikhúsinu og á æfingar og fengum að tala við leikarana eftir á og svoleiðis.