Já þá er loksins komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir! Listahópurinn mun vera með sýningar á nýjasta meistaraverki sínu í Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag 27. júlí. Ekkert kostar inn á þessar snilldarsýningar en samt sem áður eru bara 30 sæti laus á hverja sýningu og er það bara fyrstur kemur, fyrstur fær.
Sýningatímar eru eftirtaldir:
16.15, 17.15, 18.15, 19.15.
Þessi sýning er búin að ferðast um heiminn og fengið mikið lof fyrir. Þetta er semsagt sama sýning og við fórum með til Færeyja.
Í sýningunni er farið yfir öll þau hellstu atriði í sögu okkar Íslendinga…þó það sé kannski aðeins snúið út úr flest öllum staðreyndum. Allir leikararnir eru klæddir og málaðir eins og látbraðgsleikarar/mime-trúðar og setur það mjög sterkan og skemmtilegan svip á sýninguna.
Ég hvet flesta til að mæta því þetta er einstaklega flott og skemmtileg sýning sem allir hefðu gaman af.