Svona aðalega útaf því ég hef ekkert að gera, og sé að þessi korkur er lítið sem ekkert virkur ætla ég að segja frá minni fyrstu reynslu, í grófum dráttum, þegar ég var í mínum fyrsta leikhóp.

Skólinn sem ég gekk í var með sér leikhóp, Lopi hét hann … Þvílíkur húmor sem fylgdi þessu nafni, þið skiljið. Nafnið kemur eitthvað með það að ‘spinna’.. Jújú, við Hornfirðingar erum sniðugir.

Allavega var mitt fyrsta hlutverk var að leika ljósku að nafni Linda. Fór mér vel, fékk lof og hrós fyrir túlkunina mína á henni, fæ meira að segja ennþá hrós ennþá fyrir.. Enda fór þessi persóna mér vel þá, var alveg nautheimsk.

Leikritið hét ‘Þetta er allt saman vitleysa Snjólfur’ og snérist um það þegar nýr strákur, sem var rosalega ‘púkó’ kom í skólann og hvað ein stelpan varð hrifin af honum, en við vinkonurnar hennar.. já, vildum að hann hefði gat á gallabuxunum!

Það var margt skemmtilegt í þessu leikriti, það hafði fólk að berjast fyrir friði, ljóðhöfund, heimska manneskju, ástsjúkar manneskjur, dóphausa, ástarsenur, dauðasenur og fyndnar senur.

Bara.. Gaman af þessu ^^