Ég var að koma heim af Ísafirði þar sem einleikjahátíðin Act Alone 2006 fór fram um helgina. Ég fór með pabba og fleirum til að setja upp sýninguna Ævintýrið um Augastein. Reyndar sýndum við á Þingeyri :s .. í félagsheimilinu þar, þar sem ekkert var til af ljósum og öðru.. þurftum að fá slatta af ljósum og snúrum frá ísafirði.. EN það skiptir engu máli! :D
Ég vildi aðallega segja frá undrun minni þegar mér var sagt að þetta er ein af tveimur leiklistarhátíðum sem haldin er á íslandi! Hin leiklistarhátíðin er fyrir heyrnarlausa! þannig að það er ENGIN leiklistarhátíð til á Íslandi sem er bara “venjulegt” leikhús!! Fór að velta þessu fyrir mér.. er þá bara enginn vettvangur fyrir íslenskri almennri leiklistarhátíð?

Annað sem ég vildi segja frá er að ég var núna að koma úr Tjarnarbíói af sýningu úkraínsks leikara sem er sagður vera Mr. Bean úkraínumanna.. og Gvuð minn góður!! Þessi sýning var sú allra allra leiðinlegasta sem ég hef séð!
Ohh hún var svo leiðinlega að ég nenni varla að tala um það meir.. svo..
Bless
I guess..