Ég fór á þetta leikrit 17. október ásamt tvemur vinkonum mínum. Við sátum aftast og merkilegt nokk, við hliðina á Jóni Gunnari.
Ég hafði ekki neina hugmynd um hvað verkið var, þetta var bara ein af sýningunum sem eru á leikhúskorti LA.
Leikmyndin er alveg frábær. Hún er á tveimur hæðum. Fyrir hlé er efri hæðin notuð sem brautarpallur á lestarstöð.
Aðalsöguhetjurnar Lilja og vinkona hennar Natasha leika sér að því að standa á lestarteinunum þangað til lestin er við það að klessa á þær. Á veggnum er gluggi inn í íbúð gamlas frænda Lilju.
Á neðri hæð leikmyndarinnar er lítil íbúð þar sem Lilja býr. Hún er fátækleg en sæt.
Fyrir framan leikmyndina er autt rými sem er nýtt sem hlutlaus staður, annað hvort umhverfi lestarstöðvarinnar eða leikvöllur. Hægt er að fara niður af efri hæð leikmyndarinnar bæði á bakvið íbúð Lilju niður stiga, og niður rennu/stiga hægra megin á leikmyndinni sem fer þá niður á þetta hlutlausa rými.
Öll leikmyndin er vel nýtt og auðveld að skilja þrátt fyrir að vera svona flókin.
Verkið fjallar um mansal og vændi.
Jana María Guðmundsdóttir leikur Lilju. Leikurinn er örlítið stirður fyrir hlé, svolítið tilgerðarlegur en alls ekki slæmur. Henni er þó fyrirgefið þetta eftir hlé þegar hún nær manni algjörlega.
Stjarnan í leikritinu í mínum huga er Ólafur Ingi Sigurðsson, ungur strákur, sem leikur hinn 12 ára vin Lilju; Volodja
Hlutverkið hans er erfitt og krefjandi en hann nær manni algjörlega.
Aðrir leikarar eru María Þórðardóttir, Atli Þór Albertsson, Þráinn Karlson og Hjalti Rúnar Jónsson
Hér á eftir verður farið í söguþráð leikritsins svo ef þið viljið ekki vita meira…
Leikritið byrjar þar sem móðir Lilju hefur lofað að þær séu að flytja til Bandaríkjana með nýja kærastanum hennar. Mamman fer á undan og Lilja fær svo seinna bréf um að það gangi illa og Lilja komi seinna. Félagsráðgjafi boðar hana svo til viðtals þar sem kemur í ljós að mamma Lilju hefur falið þeim forsjá dóttur sinnar. Þar sem hún er orðin 16 er hún orðin sjálfráða svo það er ekkert sem barnavernd getur gert.
Lilju líður ekki vel yfir þessu en vinkona hennar Natasha talar um hversu heppin hún sé.
Til að byrja með er þetta bara hið týpíska líf fátækra, lím-sniffandi unglinga í Rússlandi. Lífið er kannski ekki létt en þeim líður þó ekki svo illa saman.
Lilja kynnist svo yndislegum manni sem lofar henni öllu fögru. Hann ætlar að flytja Lilju og vinkonu hennar til Svíþjóð og redda þeim vinnu og allt verður frábært. Þær fá fölsuð vegabréf og fara á undan honum til Svíþjóðar. Um leið og þær koma sjá þær að þetta er allt lygi og eru nú læstar inni hjá dólg sem selur þær í vændi.
Volodja, litli vinur hennar, verður eftir í Rússlandi. 12 ára gamall fremur hann sjálfsmorð.
Við fáum að sjá þegar Lilja er seld til mismunandi manna. Leikmyndin er vel nýtt í þess atriði.
Á efri hlutanum sjáum við stól sem er til hliðar og fyrir aftan stólana eru mennirnir.
Lilja sjálf situr á stól sem snýr að áhorfendum á neðri hæð leikmyndarinnar en leikur hennar og mannanna er fullkominn saman, hún bregst við því sem þeir gera.
Hávær, mikilfengleg og áhrifarík tónlist er notuð í verkinu.
Undir endan nær vinkona hennar að flýja en er drepin um leið og hún finnst. Þá er Lilja ein eftir. Hún nær að flýja eitthvert út og sér engil Natöshu og Volodja.
Hún nær að flýja en fremur sjálfsmorð með því að fara fyrir lest.
Leikritið er áhrifamikið og ég var ekki sú eina sem gekk út með ekka og tár langt niður á kinnar. Mér var sagt að fólk hefur leitað eftir áfallahjálp eftir sýninguna og þetta er verk sem enginn ætti að missa af.
-Tinna