Þó ég vissi að þetta væri þungt og sorglegt leikrit þá vissi ég ekkert um hvað það fjallaði enda er það ekki mikið útskýrt til að skemma ekki fyrir. Þetta er það sem stendur um sýninguna á vef Borgarleikhúsins:
Lífið virðist dans á rósum hjá ungum nýgiftum hjónum en fyrr en varir þurfa þau að horfast í augu við ógnvekjandi leyndamál. Hversu langt eru þau reiðubúin að ganga til að bjarga hjónabandinu og ástinni? Erfiðustu yfirheyrslurnar í lífinu eru ekki framkvæmdar af lögreglu, heldur ástvinum. Versti dómarinn er eigin samviska, og ljótustu glæpirnir eru þeir sem aldrei eru tilkynntir. Spennandi og áleitið verk um svartnætti mannlegs eðlis, örvæntingu, lygar og þrár. Hversu vel þekkir maður maka sinn í raun?
Eftir að hafa séð leikritið skilur maður þennan texta svo vel og við þessa sýningu vakna einmitt margar spurningar.
Þegar ég kom inn í salinn stóðu leikararnir á sviðinu. Sviðsmyndin var mjög köld og hrá og bæði lýsingin og tónlistin óhugnaleg. Þetta kom samt mjög vel út. Svo byrjaði leikritið. Leikararnir stóðu sig mjög vel. Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson fara með aðalhlutverk í þessari sýningu. En Víðir Guðmundsson og Theodór Júlíusson fara líka með önnur hlutverk auk eins lítils stráks. Söru Dögg hef ég séð áður í Pressunni og einu öðru leikriti sem ég man því miður ekki enþá hvað heitir. Mér hefur fundist hún standa bara sig vel en hún stóð sig sérstaklega vel í þessari sýningu. Björn Inga hef ég séð í mörgu og funist hann bara fínn en á þessari sýningu….ég á ekki orð sem lýsa því hversu vel hann lék hlutverkið. Til að gefa ykkur einhverja hugmynd um það hversu vel hann stóð sig, þá má allveg bera hann saman við Heath Ledger sem Jókerinn finnst mér. Hann lék þetta allveg æðislega vel og ég held að hann sé með eitt erfiðasta hlutverk andlega sem hægt er að fá. Ég tók líka eftir því að eftir sýninguna, þegar allir leikararnir voru að hneigja sig, þá brosti hann ekki. Mér fannst það líka vel við hæfi og ég hugsa að það taki hann smá stund fyrir hann að jafna sig frá þessu hlutverki eftir hvert skipti. Hinir leikararnir stóðu sig mjög vel, og var Víðir, sem ég hafði aldrei séð áður né kannaðist eitthvað við, mjög sannfærandi í sínu hlutverki. Leikmyndin var líka mjög góð og búningarnir sömuleiðis. Allt saman mjög gott og margar pælingar þar á ferð. Einnig verð ég að minnast á lýsinguna og tónlistina en hún var mjög góð og áhrifamikil.
Ég var á fremsta bekk svo ég var mjög nálægt leikurunum, mér fannst æðislegt að vera þarna fremst en það gerði þetta samt kanski aðeins átakalegra. Þetta leikrit var eins og rafstuð. Það stuðaði mann mjög mikið og ég er enn að jafna mig eftir það. Þetta leikrit var svo sterkt og ég veit ekki allveg hvort ég mæli með því…..ég er allavegana ekki til að fara aftur. Það er líka alls, alls, alls ekki fyrir börn. Í rauninni bara fyrir svona 18 ára og eldri. Samt sem áður var allt sem kom nálægt þessu verki mjög vel gert, og ef þú vilt láta stuða þig, ganga út úr salnum algjörlega í sjokki og það er búið að ganga fram af þér. Skaltu endilega að fara. Það þarf náttúrulega að tala um þessa hluti líka og það er mjög þroskandi að sjá þetta leikrit.
An eye for an eye makes the whole world blind