Ég ákvað að setjast niður og skrifa stutta greyn um leiklistardóma… Og ég held að margir eigi eftir að vera sammála mér á köflum!
Það kannast örugglega flestir við það að vera að fletta í gegnum moggann eða fréttablaðið eða e-h, og sjá gagnrýni um hin ýmsustu leikrit.
Það sem ég þoli ekki, en tek eftir því miður of oft að fólk, sem hefur ekki hundsvit á tónlist, leiklist eða hvoru tveggja, fara að gagnrýna af hörðustu hlið og koma með algjör skítköst meira að segja yfir leikara , þegar þeir vita varla hvað þeir eru að tala um. Dæmi:
T.d. eins og með skilaboðaskjóðuna!
Þar var einn gagnrýnandi sem alveg kjaftaði sig í hnút með að segja að það ættu ekki að vera notaðir “mæka” eða hljóðnema , láta röddina njóta sín þegar leikararnir tala,ekki hafa svona skrautlega leikmynd og mikið af litum, þessi leikari leikur of oft eins karaktera, dansararnir væru fyrir o.s.fr!
Nr.1: Mækarnir eru notaðir í sönginn, svo hann hljómi betur, og svo var strákur sem lék putta litla í leikritinu og hans mækur var notaður svo það myndi heyrast allt í honum sem hann segði, bara 8 ára.
Nr.2: Skilaboðaskjóðan er ævintýri! aðalega fyrir krakka, sem vilja hafa liti og það á að vera litríkt og mikil og flott leikmynd til að gera þetta raunverulegra ævintýri. Börnin dást að leikmyndinni og lifa sig meira inn í leikritið því raunverulegra sem umhverfið er!
Ekki segja mér að fólk vilji hafa ævintýri með einum stól, einu tré og þá bara allt klárt?
Leikmyndin er stór partur í ævintýrum!
Nr.3: Leikstjórar sækjast í leikarana til að leika karakterana. Þetta þýðir einfaldlega að viðkomandi leikari leikur vel ákveðna karaktera og leikstjórinn vill hafa það þannig! Það er ekkert efni í gagnrýni að segja að leikari leiki of oft eins hlutverk- eða hvað?
Nr.4: Í þessari sýningu eru dansararnir enganvegin fyrir að mínu mati og margra,, mér finnst þeir fylla rosalega vel uppí leikritið og flott að hafa þá. Ekki veit ég um neinn að minnstakosti sem hefur hvartað útaf þessari ástæðu eða annarri..
Viðkomandi gagnrýnandi sem gagnrýndi þessa sýningu sagði einnig að hann hefði ekki lesið bókina, séð upprunalegu sýninguna eða neitt og vissi ekkert um hvað þetta var,,
Hvað um að kynna sér hlutina fyrst?
Ævintýri eru ævintýri right?
Ég gæti haldið lengi áfram um margar margar sýningar sem t.d. fólk gagnrýnir tónlistina mjög hart í… fólk sem hefur ekki hundsvit á tónlist og gerir ekki greynamun á lögum sem eiga að vera saga eða lögum sem eiga að vera lög,, þá meina ég lögum sem innihalda mikinn texta úr leikritinu og eru til að útskýra og gert að litlu lagi til að hafa flott, eða hvort það sé lag sem er lag, til að gera leikritið enn flottara [ef þið skiljið vonandi hvað ég meina]
Ég er orðin mjög þreytt á að sjá dóma og gagnrýni sem segja í raun ekki neitt, eða þar sem fólkið veit ekkert í raun hvað það er að segja heldur segir bara hvað því “spessjal finnst” og pælir ekki í því sem liggur á bakvið allt.
Ég bara varð að koma þessu á framfæri því mér finnst mjög líklegt að fleyri séu á sama máli?
-ólöf ;D