Þá er komið að því, örvæntingafull tilraun stjórnenda til þess að rífa elskulega áhugamálið okkar upp hefur litið dagsins ljós!
Við erum að tala um keppni. Skrif-keppni þar sem keppendur hafa tvo valmöguleika:
1. Að skrifa grein um einhverja leiklistartengda lífsreynslu, fyrstu leikhúsferðina, fyrsta skiptið á sviði, flottasta sýningin, eða bara eitthvað!
2. Að skrifa leikrit. Frumsamið, frjálst umfjöllunarefni. Þetta verður að vera leikrit, ekki saga.
Óviðeigandi greinar eða greinar sem stjórnendur telja að eigi ekki heima í keppninni verða ekki samþykktar.
Gangi ykkur vel!
F.h. stjórnenda,
Guðmundur Felixson