Nú er skólinn minn. MK að setja upp sýninguna Með fullri reisn. frumsýndum í dag.(17) sýningar . 18.19.20.21 og 24. kostar 2000 og sýnt í tjarnarbíói

Frumsýningin gekk mjööööög vel og svo er strax komin gagngrýni og ætla ég að c/p hana hingað og þegar talað er um Grímsa í henni þá er talað um mig

Ég er með fullri reisn…
18.4.2007 | Misc
Blaðamaður frá Fréttablaðinu talaði við mig, lét meir að segja taka mynd af mér og læti. Gaman að sjá hvernig það kemur út… Hef ekki enn fengið að vita hvern ég mun tala inná. Er mega spenntur að sjálfsögðu. Aðallega svo að ég hafi svar til að gefa þegar ég er spurður “Fyrir hvern talarðu!?”, sem gerist nokkuð oft á hverjum klukkutíma.

Eeeen ég skellti mér á frumsýningu á leikriti MK, “Með Fullri Reisn”. Skal segja ykkur upfront að ég bjóst ekki við neinu merkilegu en jeminn ef það var ekki bara niggasweet!

Leikritið, í söngleikaformi, er Íslenskuð endursögn á bresku kvikmyndinni “The Full Monty”. Sá aðra þýðingu í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma, fannst það frekar leiðinlegt show en að þessu sinni er þetta söngleikur og allhress.

Fjórir atvinnulausir gaurar, á Siglufirði eða álíka náði ekki staðsetningunni, gera veðmál við fyrrum yfirmann sinn (hann seldi kvótann, cocksucker) um hvort þeir geti strippað, og auðvitað farið alla leið í því.

Leikararnir, sem eru flestir á fyrsta eða öðru ári, stóðu sig með prýði mest alla sýninguna, eftir smá brölt þó við að komast í persónurnar í fyrstu. Bröltið er vel skiljanlegt þar sem um frumsýningu var að ræða og trúi ég ekki öðru en að í næstu sýningum verður leikurinn fullkominn. Aðalstrákarnir fjórir (Grímsi, Daníel Grímur, Ragnar Sveinn og Torfi) voru frábærir í hlutverkum sínum, sem geta varla talist annað en krefjandi. Að mínu mati er allt sem lætur þig enda úr öllu fyrir framan fólk krefjandi.

Og þeir fóru úr öllu, það fer eftir merkinguna sem þú setur í að vera með “fullri reisn” hvort þeir voru það eða ekki. Þeir fá allaveganna stórt kúdos frá mér. Daníel er skemmtilega yfirdrifinn í homeblest æði sínu og Ragnar einkar hress. Þá verð ég að gefa Grímsa high five fyrir að vera good sport í hlutverkinu sem fær mestu athyglina. Torfi er óvenju sannfærandi sem samkynhneygður maður, það sést langar leiðir að hann hefur reynsluna.

Það er leikreynsluna, enda lék hann Brad í “Rocky Horror” uppsetningunni hjá MK í fyrra og er öllu vanur.

Auðvitað fá allir leikararnir five. Uppáhaldið mitt var samt Ásdís Rún í hlutverki ömmunnar. Algjörlega ógleymanleg frammistaða þarna hjá stelpunni. Einnig var Alexandra Ólöf helvíti góð sem óvenju ungleg stelpa sem beit í súrt epli þegar verið var að dreifa gáfum.

Tónlistin var hress og vel sungin nær alltaf. Lög eins og “9 to 5”, “Back in the USSR” og, mér að óvörum, “Barfly” voru íslenskuð og sett í Siglufjarðarfýling fyrir verkið. Ég var ekki alltaf hrifinn af íslenska textanum en ekki ætla ég að fara að kvarta yfir íslenskun á einhverju klassísku!

Danshöfundarnir, Anna Monika, Íris Kara og Valdís Björk, fá super high five. Dansarnir voru mjög flottir hjá þeim, bæði þegar þær voru að dansa við söng leikarana og þegar leikararnir sjálfir þurftu að taka striptease múvin. Einn hápunktur verksins er þegar dansararnir sjálfir kenna strákunum þessi stripp múv. Frábært móment þó að þær hafi auðvitað ekki náð að komast nálægt framkomu strákanna í kynþokka.

Hjálmar Hjálmars fær síðasta high fævið fyrir að hafa náð að leikstýra þessu í góða átt.

Mæli með að fólk skelli sér, hvort sem þið eruð MKingar, gamlir MKingar eða aðrir.


já þetta eru frábærir dómar ég er mjöög sáttur. vona að sem flestir komi. frábær sýning. bara skemmtið ykkur ef þið mætið