Byrjum á smá kynningu.
Ungmennafélagið Máni er eitt af elstu ungmennafélögum Íslandi (stofnað 1907) og verður því 100 ára á þessu ári. Í tilefni þess var ákveðið að félagið myndi standa fyrir ýmsum atburðum, þar á meðal að setja upp eitt stykki leikrit.
Leikritið sem varð fyrir valinu var “Fiðlarinn á þakinu” sem er söngleikur byggður á sögum eftir Sholom Aleichem um Tevye mjólkurpóst og dætur hans.
Leikstjórinn var engin önnur en Ingunn Jensdóttir, en hún hafði áður fyrr leikstýrt hjá Mána.
Heimur Tevye mjólkursala
Söngleikurinn ,,Fiðlarinn á þakinu” sækir nafn sitt líkast til í fúgúru sem bregður fyrir í málverkum Marc Chagalls. Hann er byggður á sögunum um Tevye mjólkursala sem bjó í Anatevka, einu af ótal mörgum þorpum í Austur Evrópu. Í þessum þorpum bjó um aldamótin 1900, obbinn af Gyðingum sm þá voru uppi í heiminum.
Gyðingarnir töluðu jiddísku sín á milli en hún er að stofni til áþýska, blönduð væði hebreskum og slavneskum orðum og rituð frá hæfri til vinstri með hebresku letri.
Börnin gengu í skóla þar sem áherslan lá í lestri á biblíunni. Rabbíinn skar úr daglegum vandamálum og deilum en hver og einn var virkur guðfræðingur fyrir sig (Tevye mjólkursali t.d.). Gyðingarnir lifðu á handverki og verslun ýmis konar en þeir máttu ekki eiga land sjálfir. Fáeinir urðu ríkir (,,ef ég væri ríkur” sem er líklegast einn sá frægasti smellur ú þessu leikriti) en flestir voru þó bláfátækir.
Samheldni og samhjálp einkenndi Gyðingana janvel þó sambúðin væri stundum brösótt. Þeir máttu þola það oftar en ekki að valdsmenn í ríkjum þeirra létu pólitíska gremju sína bitna á ,”helv. júðunum” og létu hermenn og lögreglu brjóta allt og bramla. Slíkt athæfi heitir ,,pogrom” á rússnesku og er eitt slíkt atvik sýnt í leikritinu.
Úr þessum heimi Gyðinga urðu til margar skrítnar sögur, skoplegar og daprar og allt þar á milli.
Upp úr þeim voru samdar bókmenntir á jiddísku sem áttu sér blómaskeið nálægt aldamótunum 1900. Fyrir rúmum 100 árum tók Sholom Aleichem að birta í jiddískum blöðum margt um gyðingaheiminn, trú hans og hjátrú, harmleik og skoðlegar furður, vonir og örvæntingu. Allt þetta kemur saman í Tevye sjálfum. Hann er bundinn “siðvenjunni”, hefðinni eða lögmálinu sem heldur öllu í föstum skorðum, en hlýtur um leið að finna eðlislægri góðvild sinni leið til að mæta því ð þessi sama hefð er á undanhaldi á hans ævitíma. Það undanhald, sú upplausn kemur fram í örlögum dætra hans sem hver með sínum hætti andæga valdi og ráðvisku föðurins með því að setja ástinni frelsi og eigið val ofar hinum ströngu boðum. Það gengur að sönnu misvel að faðirinn Tevye sætti sig við það sem verða vill.
Söngleikurinn er um margt ólkur sögum Sholoms Aleivhens, t.d. leggur Tevye aleinn af stað til Palestínu til að bera beinin þar en fer ekki með öllu þorpinu til Ameríku eins og segir í hinum ameríska söngleik.
En leikurinn rúmar engu að síður furðu mikið af andblæ Anatevku, húmor og trefa sagnabálksins og tónlistin smýgur ljúflega inn í hvert eyra.
Fiðlarinn á þakinu hefur víða verið sýndur og hvarvetna hlotið góðar viðtökur.
Um höfundinn; Sholom Aleichem
Sholom Aleichem hefur stundum verið líkt við Mark Twain, báðir gæddir ríkara skopskyni en almennt gerist. Mark Twain lýsir fólki og smáskrýtnum atvikum einkar vel en Sjolom Aleichem gerir dapurlegar stundir vel viðunandi, sér sorgarleikinn í ljós gamanleiksins.
Sholom Aleichem var gæddur miklum listrænum hæfileikum. Móður mál hans var rússneska en auk þess kunni hann hebresku og jiddísku. Á því máli skrifaði hann mest og kom ófáum gyðingum til að hlæja dátt. Þessi heimsfrægi rithöfundur varð aðeins 55 ára, þá orðinn gamallegur og þreyttur að sjá, sjálfur hafði hann þurft að ganga í gegnum osóknir gegn sér sem Gyðingur.
Leikgerð; Joseph Stein
Fiðlarinn er einn af stærri söngleikjum sem Joseph Stein hefur samið fyrir leiksvið en verk eftir hann hafa verið sýnd víða um heim eins og t.d. Mr. Wonderdul, Plain and Fancy o.fl
Tónlist og textar; Jerry Bock og Sheldon Harnick
Þeir félagar hófu samstarf 1956 í söngleiknum Body Beautiful og áttu farsælt samstarf allt til 1973 en síðasta verkið þeirra var um Nelson flotaforinga og nefndist Trafalgar.
Mín upplifun
„Í dag er ég hestur, góði guð. Hvers vegna þurftirðu að láta gömlu merina missa skeifuna rétt fyrir hvíldardaginn? Það var ekki fallega gert. Ég segi ekki neitt við því, þótt þú mismunir mér, verðlaunir mig með fimm dætrum og örbirgðarlífi. En hvað hefur þú á móti merinni minni? Stundum dettur mér í hug, að þegar þér leiðist, þarna uppi, þá segir þú við sjálfan þig: „Hvernig er það, er það ekki eitthvað sem ég get strítt honum Tevye gamla, vini mínum með?"
Rosalega skemmti ég mér vel þegar ég fór á þetta leikrit, og ég dauðsá eftir því að hafa ekki reynt að taka þátt í því. En það er líka oft gaman að bara að horfa.
Allavega, þá fjallar leikritið í hnotskurn um Tevye mjólkursala, fjölskyldu hans og fólkið í lífi þeirra. Svo sem Goldu konuna hans og dætur hans, Tzeitel, Hodel, Chava, Sphrintze og Bielka.
Það var ótrúlega gaman að sjá leikritið, það var svo vel leikið. Auðvitað var eitthvað sem mátti laga, en það var svo lítið að það þýðir ekki að nefna það. Það er líka bara gaman að sjá hvað er mikið af hæfileikaríku fólki í litla ”þorpinu” okkar, ég get allavega ekki sagt annað en að mér fannst þetta frábært í alla staði. Mér fannst Tevye sérstaklega vel leikinn. Mér fannst lögin skemmtileg, fannst hljómsveitin standa sig mjög vel og það kom mér mikið á óvart hvað var hægt að koma jafn ,,stóru” leikriti og mörgum leikendum á eitt svið. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið flott á allavegu.
Já, maður þarf stundum ekki að fara langt til að sjá góða hluti. :)
Heimildir? Æj, leikskráin var mikið notuð.
Svo fyrir þá sem nenna;
http://en.wikipedia.org/wiki/Sholom_Aleichem
http://en.wikipedia.org/wiki/Joseph_Stein
http://en.wikipedia.org/wiki/Jerry_Bock
http://en.wikipedia.org/wiki/Sheldon_Harnick
http://www.mbl.is
http://www.hornafjordur.is
Ai, no mames!