Aðalleikarar eru Bergur Þór Ingólfsson og Þór Tulinius en aðrir leikarar eru Guðmundur Ólafsson, Marta Nordal, Hanna María Karlsdóttir og Björn Ingi Hilmarsson.
Mér fannst leikritið hrein snilld, en eftir hlé fannst mér þetta verða svolítið langdregið og pínulítil klisja….
En leikurinn hjá Berg Þór var hrein snilld! Hann náði Hitler alveg eins og ég hefði ímyndað mér hann….. og gerði hann fyndinn um leið!
Þór Tulinius var líka bara fantafínn, góður og ljúfur karakter sem hann gerði með prýði…..
Svo ég spilli ekki neinu fyrir eitthverjum sem á eftir að sjá sýninguna ætla ég einungis að setja lýsinguna á sýningunni :
Hárbeittur og meinfyndinn gamanleikur um sambýli gyðingsins Slómó og Adolfs Hitlers, er hann kemur úr sveitinni til Vínarborgar í þeim erindagjörðum að nema málaralist við Listaakademíuna þar í borg. Höfnun inntökunefndar er alger. Áfallið reynist Hitler andleg ofraun og við tekur ótrúleg saga vináttu og ástar þar sem gyðingurinn gengur hinum unga, óharðnaða og heimska utanbæjarlepp í móðurstað og kveikir hjá honum hugmyndir um pólitískan frama. Þegar Slómó áttar sig loks á hrikalegri tortímingaráráttu Hitlers er það of seint því að þessi Hitler er ekki lengur einn.
En eins og ég segi mæli ég með þessari sýningu og hvet ykkur eindregið að skella ykkur eitt laugardagskvöld á skemmtilegt og drepfyndið gamanleikrit! =)