Mr. Skallagrímsson Ég skellti mér ásamt nokkrum fjölskyldumeðlimum á sýninguna Mr. Skallagrímsson fyrir nokkru. Sýningin er sýnd í Landnámssetrinu í Borgarnesi en þar á stór hluti sögunnar að hafa gerst. Þetta var langt kvöld enda er bílferðin til Borgarness um klukkutíma frá höfuðborgarsvæðinu og við borðuðum líka í Landnámssetrinu fyrir sýninguna.
Sýningin sjálf var mjög skemmtileg, sem betur fer. Eftir hálfleiðinlega ferð í gegnum eitthvað safn um Egil Skallagrímsson og langan kvöldverð var ég orðinn frekar þreyttur. Það var því mikill léttir að það var stórskemmtilegt að horfa á sýninguna sjálfa. Benedikt Erlingsson brillerar einfaldlega í sýningunni, maður fær tilfinningu fyrir því að hann fylgi ekki handritinu alveg hundrað prósent og gefi sér tíma til að spjalla bara við áhorfendur. “Söguloftið” í Landnámssetrinu (þar sem sýningin fer fram) er afar lítið og fáir áhorfendur komast inn, þetta veldur því að leikarinn nær mjög góðu sambandi við alla áhorfendurna, sem er mjög mikilvægt í leiklist, sérstaklega í einleikjum. Sýningin er skemmtilega ó-tæknivædd en það er bara hluti af stemmningunni :D

Góð sýning, góður leikari, ágætis safn, góður matur=
3,8 stjörnur af 5

-gvendurf