Nú eru spennandi tímar í vændum fyrir áhugafólk á gjörningalistum.
CIA eða center of icelandic arts stendur fyrir því að fá inn fullt af listamönnum til landsins (alls 130 íslenskir og erlendir taka þátt í hátíðinni)og þótt að þeir séu flestallir myndlistarmenn þá verður aðaláhersla lögð á vídeó og gjörningalist.
Ég tel gjörningalist teljast til leiklistar, en það skiptir svo sem engu raunverulegu máli. Það sem er virkilega spennandi er að það verður fullt af hlutum að gerast á höfuðborgarsvæðinu í ýmist myndlistar eða leiklistarlífinu, og stundum bæði.
Annars þá vil ég benda fólki á það að á Föstudeginum klukkan 21:00 verður haldið gjörningarkvöld niður í leiklistarskólanum, og ég held að mér sé óhætt að segja að fólk megi koma og kíkja á gjörninga.
Í öðru lagi vill ég ítreka það að mér finnst það að hingað sé komið leiklistaráhugamál inn á Huga.is sé frábær framför. Einu sinni var ég nú eitthvað að væla yfir því að þetta skorti hingað inn, og svo virðist sem ósk mín hafi ræst.
Frábært það!