Helgi Fannar heiti ég og ég hef skellt mér 3 á ágætt leikrit sem heitir Footloose og er Unnur Ösp leikstjóri og mun ég fara miklu oftar.

aðaleikarar eru

Þorvaldur Davíð,Halla Vilhjálms,Jörundur og margir fleiri t.d Matti úr pöpunum,gulla úr stelpunum,selma björnsdóttir og Bjartmar sem tók þátt í undan keppni Eurovision

Leikritið hefst á því að tjaldið fer aðeins upp og byrjar þetta skemmtilega fóta show sem passar mjög vel inn og frábær byrjun á yndislegu leikriti.

Leikritið fjallar um Aron Hanson sem er 18 ára unglingur sem er að flytja úr stórborgini í eitthvað krummaskurð út á landi ásamt mömmu sinni.

þegar þangað er komið förum við strax í messu til Séra Kristófers og þau boðin velkomin í bæinn,þau eru semsagt að flytja til Helenar systur mömmu Arons

Aron hrífst strax af prestsdótturinni og allar stelpurnar af honum,en hann vill bara Evu en hún er á föstu með Tona aðal töffaranum í bænum.

svo förum við í skólann daginn eftir þar sem aron kynnist Mikka sem er mjög skrýtinn gaur og mjög fyndinn og hrifinn af söru á mjög fyndinn hátt og berst í dans og söng og allir verða hissa því það er allt í einu bannað að dansa og syngja útaf hræðilegu flugslysi sem átti sér stað 5 og hálfu ári fyrr.

Þá ákveður Aron að það verði að gera uppreisn og láta leyfa þetta sem presturinn valdamiklu lét bannað og reynir að fá krakkana með sér,en öll eru þau með mótþróa.Ef þið viljið vita hvað skeður þar þá þurfiði bara að skella ykkur,mun bæjarstjórninn leyfa þetta,munu aron og eva byrja saman,mun mikki reyna við söru.

Minn uppáhalds karakter i þessari sýningu eru Mikki og Aron,enda sönnuðu Þorvaldur,Jöri og Halla að þau eiga heima á sviði í þessu leikriti. Þorvaldur Davíð er samt búinn að segja upp í Listaháskólanum og ætlar að fara til útlanda í nám en ætlar samt ekki að hætta að leika sem betur fer.

Mikið af góðum lögum og dansatriðum eru í þessari sýningu og mæli ég eindregið með henni 5* af 5 mögulegum.

Takk kærlega fyrir mig, en núna ætla ég að setja nokkrar Tilvitnanir

Aron : æi já skólareglurnar ,bannað að hafa gaman. man það næst


Toni : Ertu i kvennfélaginu eða hvað. Anton : Góða kvöldið má bjóða þér bensín á Slátturvélina þína. Toni : Ertu að reyna að vera fyndinn. Aron : Nei ég er fyndinn

Mikki : Flottar sokkabuxur . Sara : Takk . Mikki : já þú ert eins og strumpu