Um daginn skellti ég mér í ferðalag ásamt foreldrum mínum á Suðurland. Lá leið okkar beint til Reykjavíkur í Borgarleikhúsið á sýninguna “Footloose”.

Ég man hvað ég var spennt fyrir að sjá sýninguna, ég vissi ekkert um þessa sýningu, vissi ekkert við hverju ég átti að búast. Svo fékk ég líka svo andskoti góð sæti.

Ég sast niður og beið spennt eftir að sýngin byrjaði. Og þá hækkaði tjaldið, en það hætti. Ég hélt að þetta væri nú einhverjir tæknilegir örðugleikar, en fatta að svo er ekki þegar tónlistin byrjar og maður sé bara í lappirnar hreyfast. Svo bætist alltaf meira í og alveg í takt við lagið, rosalega fannst mér þetta góð byrjun á sýningu!

Leikritið byrjar allavega að aðalsögupersónan er að flytja úr stórborginni í eitthvað krummaskuð ásamt móður sinni. Þegar þau koma í bæjinn og kynnast því hvernig þetta er þarna þá finnst honum einsog allt er ömurlegt. Í bænum er bannað að dansa, syngja, skemmta sér. Nefndu það. Allt útaf flugslysi. En nýji strákurinn er auðvitað alger uppreisnarsekkur, vill gera allt sem er bannað. En krakkarnir sem búa þarna voru í byrjun ekkert til í það, kvörtuðu bara undan því hvað það væri ömurlegt.

Leikritið snýst aðalega um það bara að breyta rétt. Presturinn hefur bannað allt, bara því hann hélt svo fast í fortíðina, en hann breytir rétt í lokin. Það var rosalegur húmor í þessu leikriti, mikið um ást líka, dansarnir flottir og söngurinn líka. Þetta var bara rosalega flott!

Uppáhaldspersónan mín í þessu leikriti var Mikki. Mikið hrikalega gat ég hlegið útaf þessari persónu, og hvað hann var bara túlkaður vel. Þessi móðusjúki piltur gerði leikritið hrikalega fyndið og líka stelpan sem hann var hrifinn af, minnir að hún hafi heitið Sigga. Hún var líka svona kjánaleg, og þau rosalega kjánaleg saman. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim, ég ætlaði alltaf að grenja úr hlátri. Þau voru frábær!

Og bara allir yfir höfuð í þessu leikriti, fannst þetta flott og vel gert leikrit!

-Gothia