Síðustu þrjú ár hefur Sigríður Birna Valsdóttir leiklistarkennari í Hagaskóla sett upp söngleiki með nemendum skólans. Uppfærslurnar eru ekki hluti af árshátið skólans heldur eru þær sjálfstæður viðburður og stór hluti af félagslífi skólans. Fyrsta uppfærslan var á söngleiknum Hárið, sem fjallar um sveitadreng (Claude) sem kemur til borgarinnar og hittir gengi hippa sem tekur hann að sér. Claude er kominn í bæinn til að fara í herinn en það endar allt öðruvísi en í upphafi var ætlað…
Önnur uppfærsla Sigríðar í Hagaskóla var á söngleiknum Súperstar eða Jesus Christ Superstar. Sá söngleikur fjallar um síðustu daga Jesúsar og er sögu Júdasar fylgt sérstaklega. Til liðs við sig fékk Sigga Birna óperusöngvarann Hrólf Sæmundsson en hann sá um að stjórna 20-30 manna stórsveit krakka úr skólanum ásamt því að stýra og æfa allan sönginn í sýningunni.
Það verður þó síðasti söngleikur Hagaskóla, West Side Story sem verður aðalumfjöllunarefni mitt í þessari grein ^^.
(þar sem ég veit ekkert um söngleikinn sjálfan mun ég bara fjalla um uppsetningu okkar á honum…)
Ferlið allt byrjaði um leið og Súperstar var lokið og ég var í níunda bekk. Þá byrjaði Sigga Birna að hugsa um hvaða söngleik hún ætti að setja upp næst. Það var fljótt ákveðið að West Side story yrði fyrir valinu. Rétt fyrir jól árið 2005 voru áheyrnarprufur fyrir söngleikinn og kom leikhópurinn saman tvisvar-þrisvar fyrir jól. Upprunalega planið var að aðlaga söngleikinn að nútímanum. Sú hugmynd féll í vægast sagt grýttan jarðveg hjá leikhópnum svo að leikstjórinn var fljótur að gefa sig, söngleikurinn yrði settur upp í upprunalegri mynd. Eitt það fyrsta sem var gert (fyrir utan þétta-hópinn æfingar/leiki) var að skipa í hlutverk….
Æ ég gleymdi víst að segja um hvað söngleikurinn er! Hann fjallar semsagt um tvö gengi:
Púertó Ríkanarnir: Þeir eru innflytjendur í Ameríku og eru að reyna að koma sér fyrir.
Ameríkanarnir: Þeir vilja ekkert með Púrtarana hafa og reyna að hrekja þá í burtu og eru ekki sáttir með þessa “innrás” á sitt svæði.
það gerist hinsvegar að Tóný, besti vinur foringja Ameríkanagengisins, verður ástfanginn af Maríu, sem er systir foringja Púertó Ríkananna… Þetta eru afar erfiðar aðstæður og gerist sagan mjög sorgleg og átakanleg.
En allavegana! Nú var búið að skipa í hlutverk og voru held ég bara allir mjög ánægðir með hlutverkin sín. Þá byrjuðu æfingarnar! Það var æft stíft og á meðan var verið að setja upp leikmyndina. Salurinn var þannig settur upp að áhorfendapallarnir voru tveir og sneru að hvorum öðrum. Svo var leikið á milli pallanna. Einnig var leikið á tveimur litlum sviðum sitthvormegin við pallana. Það var unnið mikið að sýningunni, skreytinganefnd var með skreytingar og leikmynd osfrv. og leikmyndadeild sá um leikmyndina. Einn tölvugraffíkhópur var fenginn í að gera leikskrána og fullt af fólki var fengið til að vinna að sýningunni.
Við lékum heilar átta sýningar og gekk hver annarri betur :D Lokasýningin toppaði svo allt en hún var einmitt á afmælisdaginn minn OG einnar annarrar stelpu í leikhópnum! (Við lékum líka systkini í sýningunni) Við vorum leidd uppá kennarastofu þegar sýningin var búin og þar var haldið eitt allsherjar afmælis-afmælis-sýningalokaPARTÝ!!! :D
Það var ógeðslega gaman og við fengum köku og alles :D
Af þessum 3 söngleikjum held ég að West Side Story bara hljóti að standa uppúr :)
-gvendurf