
Richard Harris fékk fyrst athygli sem leikari árið 1963 þegar hann var tilnefndur til Óskars sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir myndina This Sporting Life en eftir það varð hann einn vinsælasti leikari breta á sjöunda og áttunda áratugnum. Harris gaf einnig út nokkrar plötur á þeim tíma og fékk Grammy tilnefningu fyrir útgáfu sína af laginu “MacArthur Park”.
Harris fór aftur að fá athygli eftir 1990 þegar hann fór að leika í aukahlutverkum í myndum á borð við Unforgiven, Patriot Games, Gladiator og auðvitað Potter myndunum. Hann var aftur tilnefndur til Óskars fyrir frammistaða hans í myndinni The Field.
Harris var giftur tvisvar; Elizabeth Rees og Ann Turkel og skilur eftir sig þrjú uppkomin börn: leikararnir Jamie Harris og Jared Harris (Mr. Deeds) og leikstjórann Damien Harris.