<a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/_.gif“ width=”60“ height=”15“></a>
<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Swimfan+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/r.gif“ width=”25“ height=”25"></a>
Stundum fá þeir sem sjá um dreifingu kvikmynda þá hugmynd að skrifa nafnið á myndinni á sérstakan hátt, einhvern sem fylgir ekki stafsetningar reglum eða reglum yfir höfuð. Þetta hefur án efa einhvern tímann virkað, ég bara man ekki eftir því. Í ár hafa komið allaveganna tvær kvikmyndir sem hafa haft sérstaka stafsetningu, Xxx og Swimfan. Xxx átti að hafa stóra Xið í miðjunni (xXx), sá sem fattaði uppá því hefur talið sig rosa sniðugan. Swimfan var fyrst auglýst sem Swimf@n, það virkaði ekki alveg jafn vel því að það er fátt sem tengist tölvum í myndinni og glöggir sjá að þetta er ekki sama nafnið. Ef við lesum @ þá er það at svo myndin hefði þá verið Swim-fat-n, svo hefðum við getað fært til (einsog var gert með Xxx) og látið hana heita Swimnfat > Swim ‘n’ fat. Merkilegt að hætt hafi verið við þetta @ dæmi.
Það er kannski augljóst miðað við þessa fyrstu málsgrein að ég hef lítinn áhuga á að tala um kvikmynda sjálfa, enda hef ég gildar ástæður fyrir því:
Kvikmyndin er ótrúlega leiðinleg. Hún byrjar hægt og fer hægt yfir, enda lítið til að segja og það er erfitt að fylla 84 mínútur með litlu.
Það hefði verið hægt að komast hjá öllu með smá tali. Þetta er svo pirrandi við sumar myndir. Aðalpersónan er svo heimsk að fatta ekki að tala um vandamál hans við einhvern og þá hefði verið hægt að komast hjá dauða fólks; en þá hefði verið erfiðara að fylla þessar 84 mínútur.
Aldur leikara. Ég er ekki alveg viss um hvað persónurnar áttu að vera gamlar. Reyndar var talan ‘85’ gefin en ekki veit ég hvort það merkir ártalið. Aðalpersónurnar áttu allaveganna að vera allar á sama aldri sem er eitthvað undir tvítugt. Auðvitað eru leikararnir allir vel yfir það.
Leikhæfileikar leikaranna. Tveir leikarar voru að standa sig; Dan Hedaya (Dick) og Jason Ritter (Freddy vs Jason; sonur John Ritter). Dan leikur þjálfara sundliðsins, hann er ekki mikið á skjánum en var fínn það litla sem hann var. Jason leikur frænda geðbiluðu manneskjunnar, hann er með gleraugu, heyrnartæki en enga greiðu, hann var nokkuð góður. En svo koma allir hinir; Jesse Bradford (Clockstoppers) kemur hress og kátur úr sama leik(listar)skóla og Freddie Prinze Jr., Erika Christensen (sem var góð í Traffic) er frekar hlægileg sem geðsjúklingurinn Madison og svipað má segja um alla hina.
Leikstjórn og klipping. Ég er ekki alveg viss um hvað John Polson var að pæla þegar hann ákvað að hafa að minnsta kosti þrjár tegundir af upplausn á filmunni og þá sérstaklega þegar verið var að klippa atriðin, að mér virtist, handahófskennt. Þá sérstaklega þegar sum atriðin voru klippt, spólað til baka og byrjað aftur.
Söguþráðurinn. Kannski að nefna hver hann er. Ben Cronin (Jesse Bradford) er voða vinsæll og má búast við glæstum sund frama. Einn daginn kemur nýr nemandi í skólann; Madison (Erika Christensen), hún sýnir strax áhuga á honum og þau enda í sundlauginni saman þó að hann elski kærustuna sína Amy (Shiri Appleby) mikið. Auðvitað vill Ben ekkert hafa með Madison eftir nóttina en hún er ekki alveg að fatta það. Hún fer að elta hann, senda honum innstant skilaboð og email í tugatali, redda honum afsögn úr vinnu og sundliði og fleira því um líkt. En auðvitað segir hann engum neitt.
Tónlistin. Ah, hún var að gera mig brjálaðan. Þeir virtust hafa reynt að troða sem flestum lögun inní þessa mynd og það virkar bara ekki.
Ég er mikill aðdáandi Wes Craven mynda enda hefur hann sýnt sig og sannað oftar en einu sinni. Þegar hann gerði Scream (sem er ein af mínum uppáhalds myndum) 1996 gerði hann bæði gott og vont. Hann endurskapi gamla og þreytta sögu á frábæran hátt en tugir mynda hafa fylgt í kjölfarið sem hafa verið hrein og bein skömm við það sem hann gerði. Sama má segja um A Nightmare on Elm Street (Craven) og Halloween (Carpenter). Ef þessar myndir hefðum við ekki verið að sjá myndir eins og Swimfan. En ég kenni Craven og Carpenter ekki um, ég kenni áhorfandanum sem flykkist í bíósali til þess að sjá svona myndir.