
Söguþráðurinn verður mjög svipaður og í Akira og mun fjalla um foringja í mótorhjólaklíku í framtíðinni sem verður að bjarga yngri bróður sínum frá leynilegu verkefni ríkisstjórnarinnar.
Enginn snilldarsöguþráður þar á ferðinni en ég held að útlitið á þessari mynd eigi eftir að verða magnað. Norrington skapaði mjög flottan heim í kringum Blade og ég held að hann eigi ekki eftir að valda vonbrigðum með þessa endurgerð.
Bíð spenntur því mér fannst Akira snilld á sínum tíma.