Insomnia <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/3-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Insomnia+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>


Lögreglumaðurinn Will Dormer (Al Pacino) á við vandamál að stríða. Hann getur ekki sofið á nóttinni því að það er of bjart. Hann hefur nefnilega verið sendur til lítils bæjar í Alaska og á sumrin sest sólin þar ekki og Will er vanur myrkri á næturnar. Sólin er reyndar ekki eina ástæðan fyrir svefnleysinu (insomnia), hann var nefnilega sendur þangað með félaga sínum en Will skaut hann óvart, eða var það óvart? Hann er ekki viss um það. Félagi hans, Hap Eckhart (Martin Donovan) hafði nefnilega látið hann vita að það væri verið að rannsaka Will og hann og hann ætlaði að sleppa með því að segja frá öllu sem hann vissi um Will. Er það næg ástæða til þess að drepa vinnufélaga sinn?

Þegar maður sefur ekki í nokkra daga fara skrítnir hlutir að gerast. Maður sér ljós bregða fyrir og kannski ofskynjanir, þá getur verið erfitt að rannsaka morð mál og það er það sem Will þarf að gera. Það var nefnilega ung stelpa drepinn í smábænum og enginn veit neitt…

Insomnia er endurgerð af norskri kvikmynd frá 1997 sem hét Insomnia, ég hef séð fáar norskar myndir og hún er ekki ein af þeim fáu sem ég hef séð en taglineið af henni var ‘Den som synder, sover ikke’ sem þýðir án efa “Sá sem syndir sefur ekki”, eða kannski ‘syndgar’. Það skiptir ekki máli.

Robin Williams hefur verið að breyta um gír í ár, hann hefur leikið illmennið í þremur kvikmyndum bara í ár. Robin er frábær leikari og virðist ekkert hafa fyrir því að breytast úr grínaranum í geðveikan morðingja. Hann hefur samt eitthvað í sér þannig að maður vorkennir honum pínu og vill ekkert að hann náist (það var reyndar meira um það í One Hour Photo). Al Pacino er hérna með sína bestu frammistöðu í mörg ár.

Christopher Nolan leikstýrir myndinni og gerir það á sinn vandaða hátt. Seinasta myndin sem hann gerði var Memento og fékk hann mikið lof fyrir tæknina sem hann notaði þar. Hann hefur samt ekki farið og gert allt of svipaða kvikmynd þó að margt sé svipað. Báðar myndirnar fjalla um menn sem eru eltir af fortíðinni og þurfa að koma sínum málum á hreint. Það er auðvitað hægt að sjá augljóslega muninn á hvað hann hafði til þess að gera hvora kvikmynd. Þegar hann gerði Memento hafði hann um 5 milljónir dala, hæfa en fremur óþekkta leikara (ég veit að Guy Pearce og Carrie-Anne Moss eru fræg en ekkert á við Al og Robin) og enginn vildi dreifa útkomunni, núna hafði hann 50 milljónir dala, tvo af frægustu Hollywood leikurunum í dag og þrjá sem hafa unnið Óskarsverðlaunin. Nolan hafði meira svigrúm fyrir Memento og var hún mun frumlegri kvikmynd, Insomnia minnir svolítið á The Silence of the Lambs en er ekkert verri kvikmynd fyrir vikið.