Hafið <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/3-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=The+Sea+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>


Hérna er sko komin alvöru Íslensk kvikmynd með geisandi þunglyndi, fjölskylduerjum, smáþorpum í kröggum, reiðum gamalmennum, sölu á kvóta, sifjaspelli, óþarfa nekt, óhemjumiklum reykingum, fiskvinnslu, mikilli ást og enn meira hatri, nýbúum, pirrandi börnum, svið og skötu, hákarli og brennivíni, framhjáhaldi og allt annað sem maður getur hugsanlega dottið í hug. En þegar litið er aðeins nánar á hlutina fannst mér hún með svolitlum amerískum keim, þá sérstaklega endirinn sem hefði getað verið í kvikmynd eftir Paul Thomas Anderson. Það skiptir samt litlu máli.

Kvótakóngurinn Þórður Ágústsson (Gunnar Eyjólfsson) líst illa á hvernig litla þorpið hans hefur orðið. Fólk er að flýja til borgar og útgerðarfyrirtækið hans, sem er rekið af syni hans Haraldi (Sigurður Skúlason), er eitt af þeim fáu sinnar tegundar sem eftir er á öllu landinu. Hann vill halda atvinnunni á landi en ekki selja allt og flýja eins og Haraldur vill.

Þórður býr með seinni eiginkonu (og fyrrverandi mágkonu) sinni, Kristínu (Kristbjörg Keld), stjúpdóttur sinni Maríu (Nína Dögg Filipusdóttir) og móður sinni henni Kötu (Herdís Þorsvaldsdóttir).

Einn daginn ákveður Þórður að kalla dóttur sína, Ragnheiði (Guðrún Gísladóttir) og son sinn Ágúst (Hilmir Snær Guðnason) heim til þorpsins. Ragnheiður, sem hefur verið í löngu námi í kvikmyndagerð erlendis, kemur svo með syni sínum og eiginmanni, svíanum Morten (Sven Nordin) og svo Ágúst, sem hefur búið í Frakklandi með unnustu sinni Francoise (Hélene de Fougerolles) heillengi. Hann hefur þóst vera í viðskiptanámi en hætti því til þess að semja lög, en hann fær hann pening frá Þórði fyrir náminu. Þórður vill lítið gefa upp af hverju hann lét þau öll koma en fljótt kemur í ljós að hann vill að Ágúst taki við af Haraldi sem forstjóri fyrirtækisins.

En ekki gengur allt í haginn því að fjölskyldumeðlimunum kemur ekkert alltof vel saman og þegar þau fara að kafa í gömul leyndarmál þá batnar ekki samveran.

Kvikmyndin er byggð á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, ég hef ekki séð það leikrit svo ég get akurat ekkert sagt um það en Baltasar Kormákur skrifaði handritið og leikstýrði. Myndin er mjög vel gerð og er ein af fáum Íslenskum kvikmyndum sem allt virðist hafa verið að virka einhvernvegin. Búningar, tónlist (mögnuð á köflum eftir Jón Ásgeirsson), kvikmyndatakan og hljóð. Handritið er einnig mjög gott (veit ekkert hve líkt það er leikritinu), það er mjög dramatískt en grínið er aldrei langt undan og var mikið hlegið í salnum.

Leikurinn er einnig afbragðsgóður hjá nær öllum, bæði aðal- og aukaleikurum. Þá vil ég helst nefna Gunnar Eyjólfs, Kristbjörgu Keld og Herdísi Þorvalds en einnig voru Hilmir Snær, Nína Dögg og Guðrún Gísla mjög góð. Sá sem mér fannst standa svolítið uppúr af aukaleikurunum var hann Sven Nordin sem var í mörgum mjög fyndnum senum. Erlingur Gíslason var líka mjög góður og eftirminnilegur sem “óvinur” Þórðar, Mangi Bö.

Þetta er önnur myndin hans Baltasar Kormáks, ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki séð 101 Reykjavík en eftir að hafa séð Hafið langar mig að sjá hana og bíð spenntur eftir næstu mynd hans.