<img src=“/icon/stjarna.gif”><img src=“/icon/stjarna.gif”><img src=“/icon/half_stjarna.gif”><p>Það var með mikilli eftirvæntingu sem ég lagði leið mína í Háskólabíó þann 26 september til að berja augum nýustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Fálkar, enda ekki skrítið þegar fremsti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar á í hlut. Myndin fjallar um Kana, leikinn af Keith Carradine, sem á ættir að rekja til smáþorps út á landi (þ.e.a.s Íslandi) sem þangað er kominn til að stytta sér aldur. Áður en af því verður kynnist hann ungri stúlku (leikinn af Margréti Vilhjálmstóttur) en fyrir hennar tilstilli verður ekkert af sjálfsmorðinu. Röð óheppilegra uppákomna og tilviljanna ráða því að þau ákveða að flýa land og hafa meðferðis í þá reisu fálka í búri, sem eins og síðar á eftir að koma á daginn hefur mjög misjafna þýðingu fyrir þau bæði. Mynd sem byrjar í afskekktu krummaskuði á Íslandi endar svo á dramatískan hátt í skuggahverfum Hamborgar í Þýskalandi.</p>
<p>Skipta má myndinni í tvo hluta, þann sem gerist hérlendis og þann sem gerist í Þýskalandi. Sá hluti sem gerist hérlendis er mjög vel heppnaður, kryddaður af nokkrum bráðgóðum aukapersónum þar sem eftirmynnilegastir eru þeir Ingvar E. Sigurðsson sem leikur fasíska smábæjarlöggu og Bjössi Bolla sem túlkar einhverskonar íslenskt hillbilli frík. Þýskalandshlutinn er aftur verri enda á tíðum marklaus og tilgerðar-reyfaralegur. Keith Carradine er góður leikari sem ferst hlutverk “hjarthlía” smákrimmans vel úr hendi. Margrét Vilhjálmsdóttir er í ansi erfiðu hlutverki þar sem henni er í gert að leika einhverskonar kópíu af vinkonu sinn Björk,sem hún gerir reindar ágætlega en er samt svo hallærislegt að manni næstum blöskrar. </p>
Þetta er ágæt mynd en varla meira 2og1/2 stjarna