Hannibal Lecter vs. Freddy Krueger Í nýlegu viðtali við sjónvars- handbókina ‘TV Guide’ talaði Anthony Hopkins um nýjustu kvikmyndina sína Red Dragon, sem er ‘prequel’(forhald) af kvikmyndinni Silence of the Lambs. Hann talaði um að hann hefði haft áhyggjur af því að Hannibal Lecter mundi hætta að vera ógnvekjandi og mundi breytast í hálfgerðan brandarakarl ef framhöldin yrðu fleiri, svipað og gerðist fyrir Freddy Krueger úr A Nightmare on Elm Street myndunum.

"I did think of [the risks] for a while, but then I thought, ‘It’s not life or death. It's only a movie after all.” “I've been living with this for 12 years,“ he says. ”I sometimes have to remind people I have done other films.” sagði hann.

Anthony, sem fékk óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína sem sálfræðingurinn óði í Silence of the Lambs, sagðist hafa talað lengi við leikstjóra kvikmyndarinnar Brett Ratner (Rush Hour, The Family Man) áður en hann skrifaði undir samninginn og heimtaði að Brett mundi ekki gera skopstælingu af Silence of the Lambs, einsog honum fannst Ridley Scott hafa gert með Hannibal. I said I would like to play him more dangerously, with lots more menace. It's very tempting to go back to the cute stuff or the campy stuff. I want to play him with blazing anger and rage against everyone…“

Hopkins var reyndar mjög ánægður að vita að Ted Tally hefði skrifað handritið því að hann hafði einnig skrifað handritið af Silence of the Lambs. En það var ekki bara spurning um hve vondur hann átti að vera heldur einnig hve ungur. Hopkins, sem er núna 64 ára á að leika Hannibal þegar hann var yngri en í Silence of the Lambs eða um fimmtugt.

Anthony þurfti að fara gegnum mikla förðun og var einnig í ströngu ”I worked out a lot, I worked very hard on the Stairmaster and treadmill, sometimes an hour and a half a day, every day. Then, I was on this carbohydrate diet where I had pretzels for lunch, and I could have a turkey sandwich on Wednesdays." Spurning hvort hann hefði frekar viljað borða hestabaunir (fava beans) og gott glas af Chianti víni?


Heimild: http://www.tvguide.com