Lilo and Stitch <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/3-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Signs+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/f.gif“ width=”25“ height=”25"></a>

Fyrir um 65 árum kom fyrsta teiknimyndin í fullri lengd út, Snow White and the Seven Dwarfs, það var Walt Disney sem stóð bak við gerð þeirrar myndar og að launum fékk hann 8 óskarsverðlauna styttur (1 stóra og sjö litlar). Síðan þá hefur Disney fyrirtækið verið að gefa út endalaust margar myndir, ef bara eru teknar með teiknimyndir í fullri lengd sem fóru í bíó eru þær orðnar 42, sú nýjasta heitir Treasure Planet en hún kemur í Sambíóin þann 26. desember á þessu ári. Ekki eru allir sammála um hvaða Disney teiknimyndir eru bestar, margir segja þær gömlu góðu en sumir, fólk eins og ég sem ólst upp með litlu hafmeyjunni, Simba og Aladdín eru hrifnari af þeim nýrri þó að ég haldi líka mikið uppá þær eldri.

Lilo and Stitch, fertugasta og fyrsta myndin, er að mínu mati besta Disney myndin síðan The Lion King, hún er að mörgu leiti öðruvísi en forverar sínir. Það er ekki beint nein ein hetja eða einn vondikarl, fólk fellur ekki í söng þegar tilfinningarnar magnast, það er miklu meiri húmor í henni heldur en hinum og hún er ekki alveg eins fyrirsjáanleg.

Myndin fjallar um Lilo (Daveigh Chase), hún hefur búið hjá systur sinni, Nani (Tia Carrere) síðan að foreldrar þeirra dóu. Nani reynir að gera allt fyrir systur sína en það getur verið erfitt því Lilo er mjög erfið, henni kemur ekki saman við hin börnin og læsir sig stundum inní heimili þeirra og hlustar á Elvis. En einhverstaðar, í stjörnuþoku langt langt í burtu er verið að rétta yfir dr. Jumba Jookiba (David Ogden Stiers) en hann hefur verið fundinn sekur um að búa til veru, sem er alveg bannað. Veran, tilraun #626 eins og hún er kölluð, er óvenjusterk og getur varist flest. Það er ákveðið að fangelsa Jumba og senda tilraun #626 í útlegð á loftsteini. Það heppnast ekki alveg, tilraun #626 sleppur og lendir á plánetunni ‘Jörð’ sem hefur einmitt friðuð vegna móskítófluganna sem eru í mikilli útrýmingarhættu (halda geimverurnar).

Tilraun #626 brotlendir á lítilli eyju þar sem bílar keyra yfir hann og hann endar í hundageymslu. Sú skemmtilega tilviljun á sér stað að Lilo fær að kaupa sér hund þann sama dag og auðvitað velur hún tilraun #626, hún ákveður samt að kalla hann Stitch (nafn sem er ekki leyfilegt á Íslandi). Stitch og Lilo verða bestu vinir en Nani er ekkert alltof hrifinn af honum, hann skemmir nefnilega allt sem á vegi hans verður og vera hans er ekki heppileg því að félagsmálastofnunin hefur sent herra Bubbles til að athuga hvort það þurfi að taka Lilo frá Nani, ekki hjálpar það að tveir geimverur, dr. Jumba og Pleakley (Kevin McDonald), hafa verið sendar til þess að ná í Stitch.

Þó að enginn falli beint í söng þá er nokkuð mikið um tónlist, það er auðvitað hefðbundinn Hawaii tónlist og að minnsta kosti sex lög með kónginum, Elvis Presley en Lilo reynir að kenna Stitch að vera Elvis eftirherma, - árangurslaust reyndar. Myndin er einnig full af allskyns ‘pop culture’ tilvísun, Mr. Bubbles er t.d. augljóslega fyrrum meðlimur í MIB, Stitch skemmir gervi San Francisco Borg einsog Godzilla er einum lagið og geimflaug kemur upp úr skýjunum með mjög Jaws legum hætti.