The Adventures of Pluto Nash <a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/1-.gif“ width=”60“ height=”15“></a>

<a href=”http://www.rottentomatoes.com/alias?s=Signs+(2002)“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/r.gif“ width=”25“ height=”25"></a>

Það gerist stundum, þegar ég er að horfa á kvikmynd, að mig langi að fara inn í skjáinn og slá leikaranna vel utan undir. Þetta gerist ekkert alltof oft en samt eru þessi skipti minnisstæð. Hver man ekki eftir Ishtar með Dustin Hoffman og Warren Beatty? Kannski allir en nýjasta tækifærið mitt fyrir þessari löngun var þegar ég starði á skjáinn meðan að hin magnaða kvikmynd The Adventures of Pluto Nash var spiluð. Af hverju mögnuð, spyrja sumir kannski, jú við erum að tala um eina dýrustu mynd ársins, hún er í 100 milljóna dala flokknum með Harry Potter og Lord of the Rings, munurinn er að báðar eru nokkuð öruggar með að hala inn meira en þær kostuðu en Pluto Nash hefur aðeins náð að hala inn rúmar 5 milljónir dala. Samkvæmt því er hún næst mesta flopp kvikmyndasögunnar, Cleopatra á enn þann titill.

Árið er 2087 og vinsælasti staðurinn í geimnum er næturklúbburinn hans Pluto Nash á tungl nýlendunni ‘Litla Ameríka’. Allt virðist ganga vel hjá Pluto en eitt kvöldið fær hann heimsókn frá sendisveinum hins dularfulla Rex Carter, sem vill kaupa næturklúbbinn hans Plutos og mun ekki taka nei sem svari. Áður en hann veit af er Pluto komin á flótta því að Rex svífst einskis, hann sprengir upp klúbbinn og sendir fantanna sína á eftir Pluto. En Pluto fer ekki eins síns liðs því að með honum er jarðarbúinn Dina Lake, söngkona sem kom til tunglsins í leit að frægð og frama og einkavélmennið Bruno, sem er gömul týpa en enn vel nothæft.

En talandi um að slá fólk utan undir, þegar vel hæfir leikarar eins og Eddie Murphy, Randy Quaid tala nú ekki um Peter Boyle og John Cleese koma allir saman í svona fáránlega lélegri mynd þá hlýtur eitthvað að vera að. Eddie hefur án efa fengið sitt hlutverk vel borgað og er kannski afsökun í því en maður verður að spyrja sig hvort einhver af þeim hafi lesið handritið áður en þeir skrifuðu undir.

Það fyndna við myndina er að hún var framleidd árið 2000 og hefur legið á hillum seinustu tvö árin. Enginn vildi dreifa henni og þegar hún var loksins dreifð þá var ákveðið að það væri best að leifa gagnrýnendunum ekkert að sjá hana fyrst. Reyndar hafa dreifingaraðilarnir reynt að útskýra af hverju það tók svona lengi fyrir myndina að komast í kvikmyndahús, afsökunin var að það væru svo fullkomnar sjón- og tæknibrellur í myndinni að það hefði bara tekið svona langað tíma að fullkomna þær. Ég held að sá sem fann þetta upp hefur annað hvort haldið að hinn venjulegi borgari sé rosalega vitlaus eða hann hefur verið að tala um aðra kvikmynd. Það er reyndar mikið um allskyns brellur í myndinni en ekkert sem hefur ekki verið í tugum mynda áður.

Það sem pirraði mig mest við myndina var útlitið á henni og tónlistin. Ímyndið ykkur Futurama þátt, takið útlitið hans og tónlist, búið til í sviðsmynd og breytið aðeins tónlistinni og þá eruð þið komin með útlitið og tónlistina fyrir Pluto Nash.

Eddie Murphy hefur sagt sjálfur að hann fái ekki eins mörg góð handrit og hann fékk í ‘gamla daga’ en þegar hann samþykkir að leika í svona mynd, hvað er það þá sem hann hendir burt? Það eru þrjár myndir væntanlegar með honum á næstu árum, I Spy sem er held ég 10. myndin í ár um venjulegan mann sem gerist að njósnara; Daddy Day Care, sem hefur söguþráð sem minnir mig mjög á einn The Simpson þátt og svo Shrek 2, kvikmynd sem ég bíð spenntur eftir. Gaman verður að sjá hvernig þetta kemur út og hvort að Pluto Nash hafi skemmt eitthvað meira en bankareikninga framleiðanda.