<a href="http://www.sbs.is/“><img class=”img2“ style=”BORDER-TOP-WIDTH: 0px; BORDER-LEFT-WIDTH: 0px; BORDER-BOTTOM-WIDTH: 0px; BORDER-RIGHT-WIDTH: 0px“ hspace=”0“ src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/3.gif" /></a>
Það gæti vel verið að það væri einhverjir “spillar” eða “spoilerar” í þessari merku grein minni.
Rússar hafa alltaf verið mjög vinsælir í Hollywood, vondukarlarnir í James Bond myndunum eru oftar en ekki Rússar og svo… Ok, Rússar eru ekkert alltof vinsælir í Hollywood kvikmyndum, kannski útaf Kalda stríðinu. En í kvikmyndinni. K-19: The Widowmaker eru Rússar í öllum hlutverkum, bæði hetjur og illmenni, auðvitað eru aðalleikararnir bandarískir en þeir tala með voða skemmtilegum rússneskum hreim.
En auðvitað vita allir Íslendingar allt um þessa mynd, það er ekki á hverjum degi sem að tveir Íslendingar koma við sögu í alvöru 100 milljón dala Hollywood stórmynd. Einn aðalframleiðandi myndarinnar Sigurjón Sighvatsson, sem hefur framleitt myndir á borð við Candyman og Arlington Road og svo auðvitað hann Ingvar E. Sigurðsson sem sést mikið, oft á milli Harrison Fords og Liam Neesons, talar ekki mikið en sýnir óhemjumikla hetjudáð eftir að hafa fengið mikla geislun á sig, hann er auðvitað eini maðurinn sem stendur uppréttur eftir geislunina enda Íslendingur í húð og hári!
Kvikmyndin gerist þegar Kalda stríðið stóð sem hæst, árið 1961 og er lauslega byggð á raunverulegum viðburðum. Sovétríkin eru búin að koma sér upp nýjum kjarnorkukafbát og vilja foringjarnir að hann fari af stað þó að hann sé ekki alveg tilbúin. Kapteinninn Polenin (Liam Neeson) vill að hann verði kláraður áður en hann leggur af stað svo að hann missir auðvitað stöðuna sína sem kapteinn, í staðinn kemur Alexei Vostrikov (Harrison Ford) en Polenin fær að fljóta með sem aðstoðar kapteinn eða eitthvað því um líkt. Skipsmennirnir eru ekkert alltof ánægðir með þetta, þeir telja Polenin vera kapteininn en þurfa að hlýða Vostrikov, sem vill reyna sem mest á hver takmörk bátsins og mannanna eru.
Fyrsti helmingur kvikmyndarinnar er að mörgu leiti viðburðarlaus og hef ég heyrt marga tala um að það hafi bara ekkert gerst í honum, ég er því ekki alveg sammála. Aðalsöguþráðurinn, að kjarnaofninn sé að bila og hann gæti breyst í risastóra vetnissprengju ef ekkert er gert, byrjar í raun ekki fyrr en um klukkutími er búin af myndinni. Á þeim tíma er verið að byggja upp persónurnar, sýna hvernig Vostrikov bregst við því þegar áhöfnin er ekki nógu fljótt að leysa þau verkefni sem hann setur fyrir, þá eru sýnd atriði sem verða að vera í kafbáta myndum(bátinum er siglt niður í svo mikinn þrýsting að hann fer að gefa eftir…) og svo framvegis.
Í seinni helmingnum byrjar spennan svo að magnast, kjarnaofninn bilar og eina leiðin til að laga hann er að fara í mjög mikla geislun og það eru engir geislavarnarbúningar um borð, bara efnavarnabúningar “We might as well wear raincoats.”, nefnir Polenin. Ákveðið er að senda tvo og tvo inn, þeir fá tíu mínútur til að laga eins mikið og þeir geta og síðan fer næstu tveir inn. Þessi atriði eru hálf óbæranleg, við sjáum mennina fara hrædda, en heilbrigða inn og koma út brennda og dauðvona.
K-19 er ekki besta kafbátamynd sem gerð hefur verið en hún er mjög vel gerð og spennandi. Leikstjórinn Kathryn Bigelow, sem hefur kannski lært eitthvað af fyrrverandi manninum sínum James Cameron, færir myndinni látlausa innilokunarkennd og óþægilega tilfinningu sem lætur mann lifa sig enn meira inní myndina.