Sci Fi tímaritið birti þessa grein fyrir neðan. Hún inniheldur mikið nýtt um Matrix myndirnar væntanlegu sem gefur til kynna að myndin eigi eftir að gera það gott.

Framleiðendur gerðu 1 ½ mílu langan eltingarleik á yfirgefinni herstöð í Kaliforníu, rosalegt áhættuatriði sem inniheldur hundruði bíla, bíll-á-bíll eltingarleik, mikið um sjálfvirkar byssur og Trinity á mótorhjóli.

Fyrsta myndin hafði aðeins einn erkióvin, Agent Smith. Matrix Reloaded mun hafa þrjá. Endurrisinn Agent Smith og leigumorðingjana ‘The Twins’. Þessir silfulituðu gaurar með dreadlockana. Þeir geta ss. gengið í gegnum veggi.

Matrix Reloaded mun sýna brot úr hinni umtöluðu mynd í The Matrix, Zion. Áhorfendur munu einnig fá að sjá borgina þar sem eru eingungis vélmenni. En í þriðju myndinni mun meirihluti hennar gerast í Zion, eða The Real World á ‘Matrix-máli’.

Í Real World munu áhorfendur ganga aftur um borð á Nebuchadnezzar, stýrt af engum öðrum en Morpheusi. En við munum einnig kynnast fjórum öðrum skipum og þar á meðal Mjolnir (Mjölnir), skírt eftir Þórs hamri.

Þetta verður gaman að sjá…