<a href="http://www.sbs.is/critic/kvikmynd.asp?nr=71“>sbs.is</a>
<img src=”http://www.sbs.is/critic/myndir/4.gif“ class=”img2“ hspace=”0“ style=”border-width: 0" />
Það hafa fáir leikstjórar gert jafn fjölbreyttar, og vinsælar kvikmyndir, eins og Steven Spielberg. Það síðara hefur reynst honum misvel, hann er jú auðvitað einn maður í Hollywood og þrettán af þeim tuttugu kvikmyndum sem hann hefur leikstýrt hafa grætt meira en 100 milljónir dala. Vegna þessa fær hann ekki alltaf jafn mikla viðurkenningu og hann á skilið enda vita allir að ‘alvöru’ listamenn deyja fátækir, og allt það rugl. En stundum gefur kemur hann með myndir sem fáir geta annað en dáðst af, Minority Report er ein af þeim.
Minority Report, sem er án efa besta kvikmyndin sem komið hefur árið 2002 (fjórir mánuðir eftir samt), gerir allt rétt. Seinustu mánuði hafa margar kvikmyndir, hlaðnar tækni- og sjónbrellum komið og flestar hafa valdið vonbrigðum í tæknilegu hliðinni. Aldrei hefur komið eins gervilegur hundur og Scooby Doo, ekki voru geimverurnar í Men in Black 2 mikið betri. En sjónbrellurnar í Minority Report eru töfrum líkast, þær blandast nær óaðfinnanlega við leiknu atriðin. Tökum sem dæmi atriði þar sem hópur af vélvæddum köngulóm (með fjórar fætur reyndar) reika um niðurnítt hús leitandi af John Anterton (Tom Cruise). Atriðið er ekki bara ótrúlega vel útfært af Spielberg heldur eru tölvugerðu köngulærnar svo raunverulegar að maður hefði getað haldið að þær hefðu verið þarna á sviðinu. Brellurnar þjóna handritinu en ekki öfugt, eins og er í svo mörgum myndum í dag.
Árið er 2054, margt hefur breyst frá árinu 2002, bílar þjóta um lóðrétt sem lárétt, í staðinn fyrir tölvuskjái eru glerplötur og í staðinn fyrir sjónvörp eru veggir, auglýsingar eru pirrandi núna en bíðið bara þangað til árið 2054. Aðalbreytingin hefur samt verið í Washington D.C., þar hefur ný stofnun næstum útrýmt morðum. Hún kallast ‘Pre-Crime’ eða ‘Fyrir-glæpur’, þar vinna úrvals hópur manna sem stöðva morðin áður en þau gerast. Þeir geta það með hjálp þriggja manneskja, ‘precogs’, sem fljóta í einhverskonar vökva og sjá inní framtíðina. Stofnuninni er stjórnað af Lamar Burgees (Max von Sydow) sem hefur verið yfir ‘Pre-Crime’ frá byrjun en er nú að missa völdin því að stofnunin á að verða landsvæð. Hægri hönd hans er John Anderton (Tom Cruise), sem vinnur hörðum höndum við að stöðva ‘morðingjanna’ því sonur hans var myrtur og hann vill koma í veg fyrir að aðrir þurfi að þjást eins og hann.
Í byrjun myndarinnar þarf Anderton og félagar að ráða mál númer #1108, ástríðuglæp. Maður nokkur kemst að því að kona hans heldur framhjá honum og stefnir á að drepa bæði hana og elskuhuga hennar. Eftir að hann hefur verið stöðvaður er næsta mál á dagskrá #1109 en öllum að óvörum er morðinginn enginn annar en Anderton sjálfur! Þá hefst mikill eltingarleikur þar sem Anderton þarf að finna út af hverju hann ætlar að drepa einhvern mann sem hann hefur aldrei séð á meðan að öll ‘Pre-Crime’ deildin er á eftir honum.
Myndin er ekki bara ótrúlega vel leikstýrð heldur er leikurinn sjálfur frábær. Samantha Morton stendur þar hæst, hún leikur Agötha, eina kvenmans ‘pre-cogið’ og er þar af leiðandi auðvitað sterkasta en líkamlega er hún veikbyggð og þolir illa hinn raunverulega heim, en hann þarf hún að þola þegar Anderton ‘rænir’ henni til þess að downloada minningu úr huga hennar sem getur bjargað honum. Tom Cruise leikur John Anterton sem er eiginlega Ethan Hunt en með meiri persónuleika og svo sýnri Max von Sydow sterkan leik sem Burgees.
Ég viðurkenni alveg að Minority Report er full af allskyns klisjum og söguþráðs holum en hún er svo hröð og spennandi að maður tekur eiginlega ekkert eftir þeim. Hún er svo óhemju vel gerð og það er svo mikið að sjá og fylgjast með, að það fáa sem hefði getað verið gert betur er varla þess virði að tala um. Myndin er yfirfull af hasar, gríni og spennu að maður getur ekki annað en bara gleymt sér í þessar 145 mínútur sem hún spannar.