Fyrir nokkru síðan komst sá orðrómur á kreik að Quentin Tarantino ætlaði að gera mynd um Vega bræðurna. Þessir Vega bræður eru Vincent Vega sem John Travolta lék í Pulp Fiction og Vic Vega sem Michael Madsen lék í Reservoir Dogs. Michael sagði í nýlegu viðtali að þessi mynd væri ekkert útilokað dæmi. Hann sagði að Tarantino væri að klára Kill Bill myndina og ætlaði svo að gera stríðsmynd þannig að myndin yrði ekki gerð fyrr en eftir svona 2-3 ár.
Madsen sagði að Tarantino hafði þá hugmynd að láta myndina gerast í Amsterdam þar sem bræðurnir eru klúbbaeigendur.
Þetta gæti orðið áhugaverð kvikmynd ef af henni verður en eins og flestir vita getur Tarantino verið heila ævi að punga út myndum og ef hann ætlar að vinna að stríðsmynd eftir Kill Bill þá gæti orðið smá bið eftir þessari.
Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?