<img src="http://www.sbs.is/critic/myndir/3.gif“ width=”60“ height=”15“ border=”0">

Sýnd í: Sambíóunum Álfabakka, Kringlubíó, Nýja bíó (A), Nýja bíó (K)

Eins og ég hef sagt oft og mörgu sinnum þá hata ég köngulær, þær eru lítil viðbjóðsleg kvikyndi sem hefðu engan tilverurétt ef þær ætu ekki flugur. En ég hef mjög gaman af kvikmyndum sem fjalla um köngulær og þær hafa verið margar. Hver getur gleymt öllum góðu myndunum; Arachnophobia, Spider-Man og…. ja, köngulær komu til sögu í Gremlins 2: The New Batch og Stephen King’s It kannski teljast þær ekki með samt. Ok, köngulær og flest önnur skordýr hafa ekki fengið margar góðar myndir. Flestar voru low-budget Godzilla eftirhermur, köngulær, maurar, flugur eða einhver tegund skordýra lentu í geislavirkum úrgangi, stækkuðu og fóru á veiðar. Þessar myndir hétu nöfnum einsog Tarantula, The Deadly Mantis, Empire of the Ants, Them!, Phase IV, Earth vs. The Spider og svo framvegis.

Núna er komin kvikmyndin Eight Legged Freaks, kvikmynd sem gerir grín af öllum þessum gömlu myndum. Í viðtali sagði Dean Devlin, einn framleiðanda myndarinnar, að hann hafi viljað hafa ‘low budget’ fíling í henni en samt hafa miklar og flottar tæknibrellur en það var eitt af því sem vantaði alveg í flestar af gömlu myndunum.

Eight Legged Freaks gerist í litla bænum Prosperity (Velgengni), það ríkir ekki mikil velgengni í bænum samt. Hann er næstum farin á hausinn þrátt fyrir nýja fína kringlu og strútabýlið sem að bæjarstjórinn, Wade (Leon Rippy) lét byggja. Wade vill reyndar bara selja bæinn stórfyrirtæki sem hyggst nota hann sem geymslu fyrir geislavirkan úrgang. Rétt fyrir utan bæinn býr sérvitur kóngulóa safnari sem er leikinn af engum öðrum en Tom Noonan! (hann lék Dollarhyde í Manhunter aka Red Dragon). Í býlinu sínu hefur hann tugir glerbúra og í þeim eru mörg hundruð kóngulær af ýmsum tegundum. Einn daginn dettur tunna, full af eiturefnaúrgangi, af trukki og beint í nálægt fljót, stuttu seinna sleppa allar kóngulærnar út hjá safnaranum og framhaldið er augljóst.

Kvikmyndin er full af áhugaverðum steríótýpum t.d. Chris McCormack (David Arquette) sem hefur verið burtu frá bænum í tíu ár en er komin aftur til að vinna í námunum sem pabbi hans átti, hann er yfir sig ástfanginn af fógetanum Sam Parker (Kari Wuhrer) sem á tvö börn; Mike (Scott Terra) og Ashley (Scarlett Johansson). Mike var vinur köngulóa mannsins og er mjög fróður um allt sem tengist köngulóm, hann minnti mig líka á Harry Potter, kannski voru það gleraugun. Svo er auðvitað hann Harlan (Doug E. Doug), hann rekur litla útvarstöð þar sem hann talar um hin ýmsu samsæri, hann hefur lengi vitað að geimverur séu að fara að gera árás en hann datt kóngulær ekki í hug.

Eight Legged Freaks er mjög skemmtileg kvikmynd sem minnir mjög á Tremors og Critters. Tæknibrellurnar eru mjög flottar, mörg hundruð tölvugerða risastórra kóngulóa hlaupa um allan bæ, elta torfæruhjól, brjótast í gegnum veggi, spinna vefi og éta fólk. Tónlistin er stundum svolítið yfirþyrmandi en hún hjálpar stundum að fá rétta fílinginn fyrir því sem er að gerast. Ef ykkur fannst Arachnophobia góð þá get ég ekki ímyndað mér annað en að ykkur líki við þessa.

sbs : 09/08/2002