Grínleikarinn Mike Myers og forsprakki hljómsveitarinnar The Who, Roger Daltrey hafa verið að tala um það að gera bíómynd um einn brjálaðsta trommara sögunnar, Keith Moon. Moon var trommari í The Who þar til hann dó árið 1977, 7. September úr ofneyslu eiturlyfja.
Keith gekk ekki vel í skóla, hann hætti 15 ára gamall. Hann byrjaði fyrst í hljómsveitinni The Beachcombers (The Shadows of the Shadows). Keith spilaði með þeim í 18 mánuði. En svo þegar hann fékk tækifæri til að æfa með nýrri hljómsveit, The Who, þá greip hann tækifærið.
Þegar The Who var að leita af trommara kom Keith til þeirra og sagði: “I can play better than him.” Þannig fór hann að trommusettinu og nánast lamdi það í klessu. Og á meðan hugsuðu þeir: “Þetta er maðurinn fyrir okkar.”
Peter Townsend byrjaði fyrstur á því að rústa tækjum á sviði. Jimi Hendrix kveikti svo fyrst í gítarnum sínum á tónleikum með The Who’s 1967. Keith átti það líka til að rústa settinu sínu og notaði stundum flugelda. Eitt sinn samt slasaðist hann þegar fljúgandi cymbal lenti á honum.
Keith var ekki ástríkur eiginmaður eða faðir. Hann nefbraut konuna sína, Kim, þrisvar sinnum og elti hana einu sinni um húsið með haglabyssu. Hann giftist Kim Kerrigan árið ’66 meðan hún var ófrísk og gekk með dóttur þeirra Mandy. En Keith reyndist vera óáhugasamur faðir og afprýðissamur og ráðríkur eiginmaður. Hann skipaði Kim að hætta starfsferli sínum sem módel.
Með árunum versnaði allt í kringum Keith, dópneyslan jókst og áfengisneyslan var komin úr böndunum. Heilsan hans fór mikið hrakandi og var td. meðal morgunmatur hans ekki eins og hjá flestum, egg og þannig, en það sem ekki margir fá sér í morgunmat var hálf flaska af Corvoisier og flaska með kampavíni. Að lokum dó Keith Moon, 32 ára að aldri, frá ofneyslu Herminevrin, lyfs sem á að létta á alkhólisma.
39 ára gamli Mike Myers er mjög spenntur fyrir að leika Keith Moon og segir Roger Daltrey að Myers sé fullkominn í hlutverkið.
“Mike is a genius. I can really see him as Keith. He's amazing when you meet him, so clever,” sagði Daltrey.