Hinn virti leikstjóri John Frankenheimer lést í dag af völdum slags meðan á mænuaðgerð stóð. Hann var 72 ára gamall.
John skilur þó eftir sig klassískar myndir eins og The Manchurian Candidate og Birdman of Alcatraz.
Fyrsta alvörumyndin hans var The Manchurian Candidate. Hún er dimmur samsæristryllir um fórnarlamb Kóreustríðsins. Sama ár gerði hann Birdman of Alcatraz, með Burt Lancaster í aðalhlutverki, er hún um fanga sem verður sérfróður um fugla.
“John's passion for filmmaking, and his appetite for life, were without equal, He was one of those rarest of people who, simply put, can never be replaced.” sagði forstjóri Directors Guild of America, Martha Coolidge.
Nýlegar myndir sem hann gerði og sem flestir ættu að þekkja eru Ronin með Robert De Niro og hin misheppnaða Reindeer Games með Ben Affleck.