Russell Crowe ekki sýnd nein miskun á Óskarnum! Leikstjórar Óskarsverðlaunahátíðarinnar ætla ekki að láta Crowe húðskamma sig eins og hann gerði við leikstjórann á BAFTA hátíðinni.

Louis J Horvitz segir að ef Russell vinni í flokknum sínum þá verði hann varaður við hvenær hann á að hætta ræðuna sína.

Verðlaunahafar verða varaðir við með blikkandi rauðu ljósi þegar ræðan nær yfir 45 sekúndur.

Þegar einni mínútu er náð er langvarandi flass sett á rétt áður en hljómsveitin byrjar að spila.

Crowe hefur þegar beðist afsökunar á hegðun sinni við Malcolm Gerrie vegna ljóðsins í ræðu hans sem var klippt út í sjónvarpsútsendingunni.