
Sá sem mun leika son Frank Sinatra, Frank Sinatra Jr. mun vera hinn 22 ára gamli Thomas Ian Nicholas. Hefur hann leikið í myndum eins og American Pie 2, Road Trip og H20.
Ron Underwood, maðurinn sem færði okkur Tremors og Mighty Joe Young, einnig skrifaði hann handritið af Tremors 2: Aftershock.
Veit nú ekki hvort það er við miklu að búast af þessum gaur.
Þetta er auðvitað byggt á sannsögulegum atburðum þegar syni Sinatra, 19 ára að aldri var rænt fyrir utan hótel í Nevada.
Ræningjarnir tóku hann til Los Angeles og héldu honum þar þangað til Frank Sinatra borgaði þeim £170.000. En svo kjaftaði einn bróði ræningjana í yfirvöldin, öllum þremur ræningjunum var náð og voru þeir sakfelldir.