Handrit: Christopher B. Landon & Carl Ellsworth
Það eru eflaust margir sem velta því fyrir sér af hverju ég skuli vera taka þessa mynd fyrir hérna í hryllingsmyndagagnrýninni. Þetta eru vangaveltur sem ég skil alveg en engu að síður er þessi mynd flokkuð sem hryllingsmynd þó að ekki séu blóðslettur út um allt í myndinni.
Myndin segir frá vandræðar unglingnum Kale sem er settur í stofufangelsi fyrir að slá til kennarans síns. Til að drepa tíman í stofufangelsinu ákveður hann að fylgjast með lífi nágranna sinna í hverfinu þar til að dag einn uppgötvar hann skyndilega að það býr raðmorðingi við hliðina á honum.
Myndin er í alla staði frekar góð. Leikurinn í myndinni er góður og ég er ekki frá því að Shia LaBeouf sem leikur Kale sé ein skærasta framtíðarstjarnan í Hollywood. Hann minnir mig mikið á Tom Hanks á hans fyrri árum og ég er ekki frá því að Shia gæti náð jafn langt og Tom Hanks hefur náð í dag. En það ræðst auðvita á því að hann hittir á réttu myndirnar til að leika í og það er einmitt það sem hann hefur verið að gera undanfarið. I,Robot árið 2004, Constantine 2005, Bobby 2006, Disturbia og Transformers 2007 og svo er hann að fara leika í Indiana Jones 4 og er hugsanlega arftaki Harrison Ford í þeirri seríu ef haldið verður áfram með hana eftir fjórðu myndina. Svo Shia LaBeouf er heldur betur að slá í gegn.
Handritið og leikstjórnin er virkilega góð því eftir að maður er búinn að horfa á myndina þá gerir maður sér grein fyrir því að það skeði lítið í myndinni fyrstu klukkustundina en samt varð myndin aldrei langdregin. Uppbyggingin á sögunni er róleg og góðum tíma var eitt í persónusköpunina sem skilaði sér ótrúlega vel. Ég er ekki frá því að þetta sé fyrsta unglingamyndin sem ég sé í langan tíma þar sem ég er ekki að hvetja vondakallinn í þeirri von um að hann drepi alla þessa pirrandi og þreytandi unglinga. Öll þessi uppbygging skilar sér svo í ótrúlega mikilli spennu undir lokin.
Ég hef lengi verið hrifin af D.J. Caruso sem leikstjóra því allar hans myndir eru vandaðar og hann nær alltaf því besta sem hægt er að ná úr misgóðum handritum og þessi er engin undantekning. Það sem dregur þessa mynd hvað mest niður er því miður trailerinn af myndinni svo ef maður er ekki búinn að sjá hann þá á þessi mynd eftir að verða heldur betur góð þar sem myndin byggist alls ekki upp á því að byggja upp morðingjann sem trúverðuga ógn og í raun er hann nánast ekkert inn í myndinni framan af og það er nokkuð ljóst að áhorfandinn átti ekki að fá að vita af því hver morðinginn væri fyrirfram.
Það má kenna Universal/Dreamworks um það að gefa upp aðalplottið í söguþræði myndarinnar en þrátt fyrir það þá hittu þeir á heldur betur góða dagsetningu fyrir myndina til að frumsýna í kvikmyndhúsum í USA. Hittu akkúrat á helgina sem engin stórmynd var á leiðinn og að auki var ekki búið að frumsýna neina stórmynd nýlega og fyrir vikið náð myndin þeim glæsilega árangri að vera 3 vikur á toppnum í USA yfir mest sókna kvikmyndin í kvikmyndahúsum í USA. Trailerinn á líka góðan þátt í því að myndinni gekk svona vel í kvikmyndahúsum en þrátt fyrir að hann gefi upp aðalplott myndarinnar þá er hann einstaklega góður og gerir myndina virkilega áhugaverða.
Í heildina er þetta góð mynd sem byggir grunninn sinn upp á ‘70s hryllingsmyndum þar sem hryllingurinn var huglægur en ekki myndræn og eftirvill eru hryllingsmyndir frá þeim tíma að koma aftur í tísku og splattertímabilinu því lokið í bili. ***/****
Trailer
Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3 - Mynd 4
Helgi Pálsson