Leikstjóri: Jake West
Handrit: Barbara Werner & John Werner
Vegna lélegra sjónvarpsdagskrár þá datt mér í hug að renna í gegnum kvikmyndalistann á SkjáBíó og sjá hvort ég fyndi ekki eitthvað til að drepa tíman yfir. Eftir að hafa eitt góðum tíma í að skoða hvað væri í boði þá rakst ég á þessa mynd og ákvað að leigja mér hana.
Myndin segir frá ferðamanni sem verður fyrir því óláni að vera rænt og lifrinni hans stolið. Þegar maðurinn vaknar til meðvitundar kemst hann upp á þjóðveginn þar sem kona tekur hann uppí og fer með hann á lögreglustöðina í nálægum bæ. Þegar farið er að rannsaka ferðir ferðamansins leiðir sú rannsókn að líkbrennsluhúsi rétt fyrir utan bæinn og þar kemur í ljós að starfsmenn líkhússins hafa ekki brennt líkin sem komu þangað heldur hirt líffæri og aðra hluti úr líkunum og grafið þau svo niður í kringum líkhúsið. Mikil reiði skapast meðal bæjarbúa við þetta sem endar með því að nokkrir bæjarbúar fara og hitta gamla norn sem býr í skói fyrir utan bæinn. Þar fá þeir nornina til að vekja upp djöfull til að ná fram hefndum á starfsmönnum líkhússins. Fljótlegar kemur í ljós að djöfullinn fer sínar eigin leiðir til að uppfylla hefn bæjarbúa og ekki líður á löngu þar til bæjarbúar átta sig á því að þeir þurfa að reyna ráða niðurlögum djöfulsins.
Þessi mynd var framleidd fyrir sjónvarp og gæði myndarinnar eru því í samræmi við gæði sjónvarpsmynda sem Sci-Fi sjónvarpsstöðin framleiddi fyrir dagskrána sína. Ég vissi þetta þegar ég byrjaði að horfa á myndina og eins að þetta væri þriðja myndinni í Pumkinhead seríunni(af fjórum myndum) svo ég bjóst ekki við miklu þegar ég byrjaði að horfa á myndina. Reyndar bjóst ég ekki við neinu af myndinni og það er kannski þess vegna sem myndin kom mér svona skemmtilega á óvart því hún var mun betri en mér hafði nokkur tíman dottið í hug og úr varð bara hin fínasta skrímslamynd.
Handritið af myndin er eins augljóst að lesa barnabók og það er ekkert í myndinni sem kemur manni á óvart. Persónurnar eru líka álíka áhugaverðar og persónur í barnabókum og það er bara Lance Henriksen sem er eitthvað áhugaverður en það er nú aðalega vegna fyrri mynda sem hann hefur leikið í. En þar sem þetta er fyrsta Pumpkinhead myndin sem ég sé þá hafði ég mest gaman af skrímslinu sem minnir nú töluvert á Gremlins með vaxtarkipp.
Þrátt fyrir mikla tækniþróun undanfarinna ára í tölvutækni þá er ég enn hrifnastur af því þegar menn nota brúður og búninga í stað tölvuteiknaðra skrímsla. Það virkar trúverðugari en tölvuteiknuðu skrímslin. Sem betur fer er djöfullinn í myndinni brúða en í ákveðnum atriðum er hann tölvuteiknaður og sú tölvuteiknun er alveg skelfilega léleg sem er reyndar í takt við ódýrar sjónvarpsmyndir.
Þrátt fyrir að ég hafi verið nokkuð hrifinn af myndinni þá er þetta ekki góð mynd en hún hefur ákveðið skemmtanagildi sem b-mynd og því er alveg hægt að setja niður fyrir framan myndina og hafa gaman af henni þegar stemmingin bíður upp á það. Myndin er ekki ýkja ógnvægaleg og er lítið í myndinni sem hræðir mann eða skapar óhugnað þó er myndin nokkuð subbuleg. **/****
Sýnishorn - Ath. Þar sem ég fann engan trailer úr myndinni þá er hérna 1:13 min langt atriði úr myndinni.
Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3 - Mynd 4
Helgi Pálsson