1408(2007) Leikstjóri: Mikael Håfström
Handrit: Matt Greenberg, Scott Alexander og Larry Karaszewski

Þessi mynd er gerð eftir einni af smásögum Stephen King. Mjög margar af sögum Stephen King hafa verið kvikmyndaðar í gegnum tíðina en flestar af sögunum hans sem settar eru á filmu koma mjög illa út og oftast í engu samræmi við það sem maður ímyndaði sér sjálfur þegar maður las sögurnar. Svo þegar ég fór á þessa mynd þá vissi ég ekki hvort þessi mynd ætti eftir að verða algjör steypa eða topp mynd. En sem betur fer var myndin frekar góð og er hún í hópi meðal betri mynda eftir Stephen King.

Myndin segir frá rithöfundinum Mike Enslin sem skrifar draugabækur. Hann ferðast á milli staða í Bandaríkjunum þar sem þekktar draugasögur hafa verið á kreiki og skrifar um reynslu sína á þessum stöðum í bókum sínum. Eftir margra ára vinnu við að flakka á milli staða er hann kominn með nóg af þessu og er við það að gefast upp þegar hann fær sent í pósti póstkort af The Dolphin hótelinu og á kortinu er hann aðvaraður við að fara i herbiki 1408. Mike Enslin skoðar sögu herbiksins og sér að það á sér merkilega sögu að baki. Mike Enslin ákveður þá að gista í herbikinu eina nótt og sú nótt á eftir að verða mjög áhrifarík.

Myndin bíður ekki beint upp á auðveldasta formið til að slá í gegn því hún byggist að mestu leiti á einleik John Cusack. Að byggja mynd upp á einleik er líklega sú leið sem fæstir vilja fara því fyrir svoleiðis verkefni þarf virkilega sterka leikara. Ekki endilega góðan leik því góðir leikarar geta verið sjálfum sér verstir þegar þeir hafa engan annan til að styðjast við. Ég get nú bara bent á Bruce Campbell(Evil Dead) sem dæmi um það. Hann er ekki góður leikari en hann getur haldið góðri mynd upp einn. Einmitt vegna þess að hann er sterkur leikari. Annað dæmi er Tom Hanks. Hann er mjög góður leikari en í Cast Away varð hann að láta í minnipokann fyrir blakbolta. Ég er reynda viss um að Tom Hanks gæti alveg haldið upp mynd með einleik en honum tókst það ekki í Cast Away.

John Cusack stendur sig aftur á móti með prýði í myndinni og nær að halda góðum og sterkum leik allan tíman sem fær mann til að sitja fastan við skjáinn. Reyndar missir hann dampinn um miðjan seinnihluta myndarinnar en það er í takt við alla myndina. Það má þó segja að senuþjófurinn í myndinni sé Samuel L. Jackson. Þrátt fyrir lítið hlutverk þá er það eftirminnilegt.

Sagan og handritið við myndina er gott. Formið er einfalt og á meðan myndin er í þessu einfalda formi þá heppnast hún frábærlega. En um leið og flækjur fara myndast þá á myndin á brattan sækja. Um miðjan seinnihluta myndarinnar fer myndin að verða flókinn og það er reynt að rugla áhorfandann. Það tekst ekki betur en svo að myndin missir trúverðuleika og maður fer að hafa áhyggjur af því að menn séu að klúðra góðri mynd. Þessi slæmi kafli í myndinni gerir það að verkum að endirinn á myndinni er ekki eins sterkur og hann hefði geta orðið. Enda góður endir sem er í samræmi við gang myndarinnar fyrir utan 10-15mín kafla sem hefði alveg mátt missa sig.

Þetta er hrollvekja sem reynir að bregða manni oft á meðan myndinni stendur. Það virkaði til að byrja með enda var uppbyggingin í myndinni mjög góð og tókst að skapa skrítið andrúmsloft í kringum myndina sem gerði það að verkum að um leið og hurðin af herbiki 1408 er opnuð skapast drungalegt andrúmsloft og eins óttinn við það óþekkta. Atriðin þar sem reynd er að bregða manni virka vel farman af á meðan óttinn við herbikið sjálft er til staðar en þegar sá ótti fer að minnka dregur úr kraftinum að bregða manni enda verður uppbyggingin alltaf minni og minni á milli atriða þar sem reynt er að bregða manni og að sama skapi þegar fjöldi þessara atriða eykst þá dregur úr óttanum við herbikið sjálft. En myndin nær sér á strik aftur undir lokin sem bjargar henni nokkurn veginn.

Þrátt fyrir slæmar 10-15 mín kafla þá er hún í heildina mjög góð. Sterkur leikur, góð myndataka, gott handrit og yfir höfðu ein af betri hryllingsmyndum seinustu 5 árin þar sem ekki er reynt að gera einhverja ódýra subbulega hryllingsmynd eða lélega bregðu mynd. ***/****

Trailer

Mynd 1 - Mynd 2 - Mynd 3 - Mynd 4
Helgi Pálsson