Handrit: Chuck Russell & Frank Darabont
The Blob er endurgerð af samnefndri mynd frá 1958. Hérna er búið að breyta aðeins söguþræðinum frá fyrri mynd en myndin bíður enn upp á frábæra skemmtun.
Myndin segir frá fólki sem býr í amerískum smábæ sem heitir Arborville. Kvöld eitt fellur lofteinn til jarðar rétt hjá bænum og með honum ferðast lítil vera utan úr geimnum sem hefur aðeins einn tilgang í lífinu. Og það er að eta allt sem á vegi sínum verður og því meira sem hún borðar því stærri verður hún og ekki líður á löngu þar til hún er orðinn svo stór að bærinn er í hættu um að verða étinn í heilu lagi.
Þetta er unglingahrollvekja sem er talsvert betri en þær sem eru að koma út í dag. Því þarna eru unglingarnir nokkuð skimslamir og ekki eins heimskir eins og í unglingahrollvekjum í dag. Auk þess sem myndin er ekkert endilega að fylgja þessar hryllingsmyndarformúlu. Hérna virðist sem allir séu drepnir og skiptir í raun ekki máli hvort þeir séu góði kallinn eða sá slæmi. Hvort hann drekkur, stundar kynlíf eða tekur inn dóp eða er þessi saklausi sem gerir ekkert af þessum forboðnu verkum í hrollvekjunni. Og þar sem maður veit í raun ekki hverjir verða drepnir og hverjir lifa af þá verður maður í nokkurri óvissu á meðan maður horfi á myndina. Myndin heldur líka í þetta skrímslaþema sem var í gangi á þessum tíma. Allir bæjarbúar að reyna berjast gegn hinu slæma.
Handritið er gott og leikararnir skila sínum hlutverkum þokkalega. Ekta B-myndaleikur fyrir hryllingsmynd sem hentar vel fyrir þessa mynd. Tæknibrellurnar eru góðar í myndinni og skrímslið er því nokkuð trúverðugt. Leikstjórnin er því miður ekki upp á það besta og er nokkrir feilar þar sem maður hugsar með sér að þarna hefði nú verið hægt að gera betur. En í heildina sleppur þetta og maður er nokkuð sáttur við útkomuna.
Myndin bíður upp á frábæra skemmtun og svona alvöru hrollvekju í léttari kantinum. Reyndar er ekki um gamanmynd að ræða heldur er létt stemming yfir myndinni og maður getur alltaf sett þessa mynd í tækið og haft gaman af henni.
**1/2/****
Trailer
Mynd 1 – Mynd 2 - Mynd 3 – Mynd 4
Helgi Pálsson