MONTY PYTHON
AND THE HOLY GRAIL
Leikstjórar: Terry Gilliam, Terry Jones
Handrit: Monty Phyton
Tegund: Grín/Ævintýri
Lengd: 91 mín.
Framleiðsluár: 1975
Leikararnir:
Graham Chapman
John Cleese
Eric Idled
Terry Gilliam
Terry Jones
Michael Palin
Í eftirfarandi grein koma fram mikilvæg atriði úr kvikmyndinni.
SBS:
King of Swamp
Castle: This is supposed to be a happy occasion. Let's not bicker and argue
about who killed who.
Seinustu ár hafa
komið mikið af grínmyndum, ekki er hægt að segja mikið um gæði þessara
kvikmynda, þó að inn á milli koma góðar. En fáar ná þeim standard sem Monty
Pyhton and the Holy Grail nær. Hún er ein af þessum kvikmyndum sem þú byrjar að
horfa á og er svo allt í einu búin. Ekki að það sé slæmt, heldur er ekki eitt
leiðinlegt atriði í allri kvikmyndinni, þú lítur ekki á klukkuna til að sjá hve
mikið búið er af henni. Eftir hverju atriði kemur annað jafn skemtilegt ef ekki
skemtilegra. Myndin fjallar um Arthur, konung bretanna. Hann fer um bretland til
að finna riddara hringborðsins. Hún gerist á því herrans ári 935. Þetta voru
erfiiðir tímar til að lifa í. Konur voru brenndar út um allt vegna ásakana um að
vera nornir:
Bedevere: What
makes you think she's a witch?
Peasant: Well she turned me into a newt!
Bedevere: A newt?
Peasant: I got better.
Crowd: BURN HER ANYWAY!
Líksafnarar gengu
um göturnar öskrandi “Bring out yer dead!” og sóttu þá sem dauðir voru eða voru
að deyja. Allavegana þegar Arthur, konungur breta, hafði fundið riddarana sína
birtist Guð í skýjunum og sagði þeim að fara að finna helga (ég man ekkert hvað
svona glas heitir) allavegana "the Holy Grail. Þeir fara og lenda í ýmsu
fyndnu. Ég vil ekki segja mikið því að atriðin eiga að koma á óvart. Þeir hitta
allavegana marga skemtilega, riddarana sem segja Ni, gamla konu sem býr til
shubera, franskan riddara sem býr í kastala og skýtur á þá húsdýrum,
trojukanínu, brjálaða kanínu, riddara sem veit ekki hvenær á að gefast upp og
marga aðra.
En myndin er algert meistara verk og allir, þá sem hafa svona húmor, ættu að
hafa gaman af. Hún er nátturulega algerlega ofleikin og sama er hægt að segja um
flest annað en það er það sem gerir hana svona frábæra. Allavegana reyniði að
næla ykkur í eintak sem hefur trailerinn, sem er betri en nokkur Lord of the
Rings trailer.
http://www.sbs.is