Handrit:Stephen Herek
Critters er ein af mörgum skrímslamyndum sem komu upp á yfirborðið eftir velgengi Gremlins árið 1984. En Critters myndirnar eru líka þær einu af þessum skrímslamyndum sem náðu einhverri velgengi og tókst að eignast sjálfstætt líf á meðan hinar myndirnar urðu bara enn eitt “Gremlins-wana-be”. Og meðal annars fékk Critters “two thumbs up” frá Siskel & Ebert sem eru einir virtustu kvikmyndagagnrýnendur í heiminum í dag.
Myndin segir frá litlum skrímslum sem sleppa út úr öryggisfangelsi í geimnum og ná að flýja til jarðarinn og lenda þar rétt hjá sveitabæ sem er rétt fyrir utan lítinn smábæ í bandaríkjunum og ekki fer að líða á löngu þar til skrímslin byrja herja á sveitabæinn og eta allt sem tönn festir á.
En litlu skrímslin voru ekki þau einu sem komu til jarðar því á eftir þeim komu tveir veiðimenn sem áttu að ná í skrímslin. Veiðimennirnir búa yfir þeim hæfileika að geta breitt um útlit. Annar þeirra tekur upp útlitið af frægum rokksöngvara á meðan inn tekur upp útlitið af hálfétnum lögreglumanni sem þeir fundu í vegakantinum. Veiðimennirnir fara síðan til smábæjarins í leit að skrímslunum. Fólkið í smábænum verður svo furðulostið þegar ein frægasta rokkstjarna bandaríkjanna og hálfétinn lögreglumaður koma í bæinn þungavopnaðir í leit af einhverjum sem enginn hefur séð.
Upp úr þessu hefst svo stórkostleg atburðarás þar sem fólkið á sveitabænum reyna að halda lífi í baráttunni við skrímslin á meðan veiðimennirnir leggja smábæinn á annan endann í leit sinni af skrímslunum.
Þegar maður er búinn að horfa á myndina þá er ekki laust við að maður klóri sér í haustum og hugsar með sér hvernig getur maður haft svona gaman af mynd sem er svona mikil vitleysa og svona óraunhæf. Það virkaði með Gremlins svo því er það alveg hægt með þessari. Gott handrit og góður leikur hjá leikurunum gerir það að verkum að maður gleymir því hversu mikil vitleysa þetta er og maður sekkur ofan í myndina.
Myndin byrjar reyndar ekki vel en um leið og byrjað er að kynna okkur fyrir aðalpersónum myndarinnar þá fljótlega kemst hún á gott skrið og heldur því út alla myndina. Góðar tæknibrellur eru í myndinni og er virkilega gaman að sjá hvað er hægt að láta litlar brúður gera mikið og hvað er hægt að láta þær líta út eins og þetta séu alvöru dýr. Það er reyndar eitt af því sem ég hef alltaf viljað sjá í skrímslamyndum. En það er að skrímslin séu brúður í staðinn fyrir tölvugerð skrímsli. Hreyfigetan verður auðvita ekki eins góð þegar brúður eru notaðar en þær eru mun raunverulegri heldur en tölvuteiknuð skrímsli. Þó er tækninn í dag orðinn það góð að maður á orðið erfiðara með að greina á milli leikbrúðu og tölvuteikningu.
En í dag er Critters orðin “Cult”-mynd með mjög stóran aðdáendahóp og stefnir allt í það að 5 og 6 myndin munu koma út. En hvað sem framhöldunum líður þá er óhætt að segja það að Critters sé það skemmtileg að það er hægt að horfa á hana aftur og aftur og alltaf getur maður haft gaman af henni.
***/****
Trailer
Mynd 1 – Mynd 2 – Mynd 3 – Mynd 4
Helgi Pálsson