Eflaust hafa margir aðdáendur þessara mögnuðu kvikmyndatrílogíu beðið með mikilli eftirvæntinu eftir þessum pakka. Enda er um að ræða bestu kvikmyndir allra tíma.
Pakkinn verður enginn smásmíði, enda mun hann innihalda 5 diska sett. Hljóðkerfin verða tvö, Dolby Digital 5.1 á ensku og Stereo 2.0 á frönsku. Einnig verður Commentary frá leikstjóra myndarinnar, Francis Ford Coppola í öllum myndunum.
The Godfather verður einn diskur.
The Godfather, Part II verða tveir diskar.
The Godfather, Part III verður einn diskur.
Svo einn diskur sem er sérmerktur með Coppola, líklega aukaefni í miklum stíl.
En það er ekki búið, það er hellingur af skemmtilegu dóti á disknum. T.d. verður fjölskyldutré af Corleone fjölskyldunni. Don Vito, Connie, Michael, Sonny, Fredo og Tom Hagen. Fjallað verður um persónurnar og smá bio um leikarana sjálfa.
Eyddar senur, einnig ónotaðar senur úr “The Godfather Saga”.
Myndir, storyboards og fl.
Óskarsverðlaunaafhendingin verður sýnd, einnig þegar Brando neitaði að mæta á afhendinguna og lét Mariu Cruz taka við þeim.
En það er líka eitt dæmi um skemmtilegt efni á þessum disk. Þegar þú ert í DVD Credits, ýttu þá á Next og þá færðu að sjá skemmtilega klippu úr Sopranos, sem eru að herma eftir Godfather á þeirri klippu.
Einnig plataði Coppola Brando í töku þar sem hann sagði að þetta væri förðunarpróf (make-up). Þar breytti Brando sér í Don Vito, lét sig líta út eins og bolabít, með tissjúpappír uppí kjaftinum á sér.
Diskurinn mun innihalda mikið meira en þetta sem ég hef talið upp.
Það hafa eflaust einhverjir tekið eftir því hvað Brando er orðinn (og hefur alltaf verið) ótrúlega feitur. Kjötkeppurinn, eins og blöðin vilja stundum kalla hann. En á disknum verður með einhverjum hætti fyglst með því þegar hann bætti á sig 200 pundum!!
Það var svo rosalega mikið af upplýsingum og gríðarlega langur texti um þennan disk, þannig að ég tók bara aðalatriðin. En þetta sem ég skrifaði gerir þennan disk alveg nógu áhugaverðan.
Eitt veit ég, að þegar þessi pakki kemur út.. þá mun ég pottþétt fá mér eitt eintak.
Útgáfudagurinn í Bandaríkjunum var 9. október.
Svo fékk ég svar frá kalli hjá SamFilm um að þeir gæfu hana út 10. okt. En svo sá ég seinna að það yrði 18. okt.
Þetta eru einungis orðrómar og á ekkert að taka alvarlega, ég kalla það bara gott ef hann kemur í þessum mánuði eða næsta. Vanalega eru myndirnar lengi á leiðinni, en vonandi verður þessi undantekning.
I'll make him an offer he can't refuse.
- Michael Corleone
sigzi