Ég var einu sinni nörd Í þessum kubb mun ég reyna að flytja ykkur sem fyrst innihald og útgáfudaga nýrra og góðra DVD diska.

Núna er hinn óviðjafnanlegi Jón Gnarr kominn á DVD.
VHS myndbandið hans sem hefur selt í mörgþúsund eintökum, og 15.000 manns hafa farið í sýninguna.

Sjálfur á ég þessa spólu og ég get sagt ykkur það að hann er ógeðslega fyndinn.

Diskurinn mun innihalda þessi atriði:

*Í lengra máli - Lengri útgáfa af nokkrum atriðum sem klippt voru burt á myndbandsútgáfunni.

*Útlenska - Innanhúsfótboltabrandarinn “döbbaður” á færeysku, frönsku, þýsku og sænsku.

*Viðtal - Vatnsgreiddur og varalitaður Jón Gnarr í “alvörugefnu”
viðtali í menningarþættinum Kristal.

*Heimildarþáttur - Rætt við fólkið á bakvið tjöldin. Sýnt frá upphitun Péturs Jóhanns, Kiddi Bigfoot segir frá tilurð sýningarinnar, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. og stöðumælavörður einn, segja skoðun sýna á uppistandi Jóns auk þess sem fram koma fyrrum skólastjóri Jóns og bekkjarbróðir úr Fossvogsskóla, og rifja upp gamla tíma.


Þessa verður gaman að eiga.

Ég var einu sinni nörd kemur út 7. nóvember nk.