Handrit: Roy Moore
Kanadíska hryllingsmyndin Black Christmas er að mörgum talin vera fyrsta hryllingsmyndin í slasher myndaflokknum sem kom út, en ekki Halloween sem kom út fjórum árum seinna. Ég er reyndar á því að Halloween sé fyrsta alvöru slasher myndir sem gefin var út. Black Christmas féll í gleymsku stuttu eftir útgáfu myndarinnar og það var í raun ekki fyrr en menn fóru að velta fyrir sér hvaða mynd hefði komið slasher æðinu í gang sem Black Christmas kom aftur fram. Það má kannski segja að Black Christmas hafi verið á undan sínum tíma eins og virðist svo oft koma fyrir í hryllingsmyndageiranum þar sem myndir sem misheppnuðust á sínum tíma koma allt í einu upp á yfirborðið 10-15 árum seinna og slá í gegn. En Halloween er sú mynd sem kom slasher æðinu í gang og því á hún heiðurinn af því að vera talinn fyrsta alvöru slasher myndir. Það er hægt að rekja kvikmyndasöguna aftur til aldamóta 1900 og bent á svokallaðar slasher myndir ef menn ætla fara metast út í fyrstu slasher myndunina. Myndin sem kom æðinu í gang hlýtur að eiga heiðurinn á að vera fyrsta slasher myndin.
En Black Christmas segir frá geðveikum morðingja sem felur sig á heimavist í einum háskólanum. Heimavistin er bara fyrir stelpur og ætla nokkrar þeirra að vera á vistinni yfir jólin. Þegar mest allt starfliði og allir nemendurnir eru að fara í jólafríið þá byrja að berast skrítin símtöl til stelpnanna á vistinni. Smá saman magnast þau upp og enda í hótunum. Stuttu síðan fara stelpurnar á vistinni að týnast ein af annarri og lögreglan á svæðinu stendur ráðþrota yfir því þar til að fréttir berast til hennar um að geðsjúkur morðingi hafi verið á leið til bæjarins.
Þessi mynd kostaði lítið sem ekkert í framleiðslu og miðað við það er þetta alveg stórkostleg “low budget” hryllingsmynd. Myndin byrjaði illa í kvikmyndahúsum en þá var nafnið á henni Silent Night, Evil Night seinna var svo nafninu breytt í Black Christmas og þá tók hún aðeins við sér en það dugði lítið því myndin féll fljót í gleymsku. En þó ekki fyrr en hún hafði þénað um $4 milljónir í kvikmyndahúsum.
Eins og ég sagði að ofan þá er myndin nokkuð góð. Það er góð persónusköpun í myndinni og persónunum er gefið góð skil í myndinni. Handritið virkar líka nokkuð gott þó að nokkrar gloppur eru í því en það má alveg líta fram hjá þeim. Ekkert sem hefur töluverð áhrif á söguna í myndinni sem er líka góð. Myndatakan í myndinni er líka góð og á þeim tíma þegar myndin kom út þá var þetta eitthvað sem var algjörlega nýtt. Aldrei áður hafði áhorfandinn fengið að sjá myndina út frá augum morðingjans. En það sem ég var hvað svekktastur með í myndinni var hvað það tók myndina langan tíma að byggja upp drungalega og ógnvekjandi stemmingu í myndinni. Ólíkt við það sem John Carpenter tókst við Halloween, þar sem myndin hans greip mann strax og það eina sem þurfti til að koma manni úr jafnvægi væri að heyra tónlista í myndinni.
En spennan og óhugnaðurinn kom á endanum og seinast myndskotið sem við sjáum í myndinni þar sem við sjáum inn um dyrnar á heimavistina og upp stigann á næstu hæð vistarinnar er líklega eitt af þeim óhugnanlegustu og flottustu myndskotum sem ég hef séð í hryllingsmynd. Svo það var ekki fyrr en undir lok myndarinnar sem leikstjóranum Bob Clark tók skapa réttu stemminguna á heimavistinni. Staður þar sem maður vill alls ekki vera á.
En í heildina góð hryllingsmynd sem á skilið meiri athygli en hún fær. ***/****
Helgi Pálsson