Handrist: Anthony Greville-Bell
Það er best að halda áfram í lítið þekktum hryllingsmyndum hérna og núna ætla ég að taka fyrir eina af betri myndum Vincent Price.
Vincent Price leikur hérna leikarann Edward Lionheart sem náði aldrei að slá í gegn í leikhúsum og kennir hann gagnrýnendunum um það. Edward telur að ástæðan fyrir slæmu gegni sínu í leikhúsum sé vegna neikvæðra gagnrýni sem hann fékk frá gagnrýnendum. Edward ákveður þá drepa alla þá gagnrýnendur sem skrifuðu illa um hann. Hann kallar saman leikhópinn sinn og til samans setja þeir upp öll leikritin sem Edward lek í með smá breytingum á leikritinu. Í þetta skipti mun einn gagnrýnandi drepast í hverju leikriti.
Þessi mynd er talin af mörgum sú besta sem Vincent Price lék í. Og eins er þetta sú mynd þar sem Vincent Price sýndi einn sinn besta leik. Vincent Price fer líka á kostum sem Edward Lionheart sem haldinn er miklu mikilmennskubrjálæði og telur sig vera besta leikarann í leikhúsbransanum. Og þeir gagnrýnendur sem kunna ekki að meta hans verk séu einfaldlega vanhæfir í sínum störfum. Almennt er talið að leikur Vincent Price í þessari mynd hefði átt skilið Óskartilnefningu en sökum þess að Vincent Price var þekktur fyrir hryllingsmyndir og að þessi sé hryllingsmynd þá var hún hunsuð af akademíunni.
Ég hef ekki séð margar myndir með Vincent Price en þær sem ég hef séð eiga það allar sameiginlegt að Vincent Price eignar sér myndirnar. Aðrir leikarar hreinlega falla í skugga hans og það sama er í gangi í þessari mynd. Reyndar sýnir Vincent Price þvílíka stórleik í þessari mynd að þegar myndinni er lokið þá man maður lítið eftir hinum leikurunu í myndinni. Það er eitthvað sérstakt við framkomu Vincent Price í bíómyndum sem gerir það að verkum að maður vill alltaf sjá meira af honum.
Sagan í þessari mynd er stórkostlega og handritið gott. Það er virkilega gaman að fylgjast með því hvernig hver gagnrýnandinn á fætur öðrum er leiddur í gildru Edward Lionheart í gegnum nýja útfærslu á leikritum hans. Leikurinn hjá leikurunum í myndinni er góðu en ekki mjög eftirteknaverður enda er erfitt að komast úr skugga Vincent Price. Húmorinn í myndinni er mjög svartur og myndin getur verið drepfyndinn á köflum. Eins er þessi mynd talin ein sú blóðugasta af þeim myndum sem komu út á þessum árum. Sem dæmi um það þá var hún bönnuð í nokkrum löndum og eins var hún klippt til í mörgum öðrum löndum, enda þótti mönnum myndin fara vel yfir strikið á þeim tíma.
En það er nánast skilda fyrir hryllingsmyndaaðdáendur að sjá þessa mynd, enda ein af betri myndum hryllingsmyndagoðsins Vincent Price. En þessi mynd fær ****/**** hjá mér.
Ps. Ég fann þessa mynd á Bónusvideo á Nýbílavegi í Kópavogi.
Helgi Pálsson