(enskur titill: The Good, the Bad and the Ugly)
Útgáfuár: 1966
Handrit: Agenore Incrocci, Furio Scarpelli, Luciano Vincenzoni og Sergio Leone.
Leikstjórn: Sergio Leone.
Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Lee Van Cleef og Eli Wallach.
Il buono, il brutto, il cattivo er ein af þekktust myndum kvikmynasögunnar. Hún tilheyrir svokölluðum Spagetti-vestrum, þ.e. vestri sem var framleiddur utan Bandaríkjanna. Sergio Leone gerði fullt af slíkum verkum sem upphaflega heillaði ekki gagnrýnendur (spagetti-vestrar var slæmur stimpill) en hafa nú fengið almenna viðurkenningu innan kvikmyndaheimsins.
Il buono, il brutto, il cattivo segir, eins og titillinn segir til um, frá þremur mönnum. Eastwood leikur hinn góða (il buono), Wallach leikur hinn ljóta (il brutto) og Van Cleef leikur hinn illa (il cattivo). Örlög þeirra tvinnast saman þar sem þeir enda á því að vera allir á höttunum eftir sama fjársjóðinum, 200 þúsund dölum sem eru grafnir niður í gröf og veit sérhver þremenningana aðeins hluta af upplýsingunum um gröfina og því verða þeir að treysta hver á annan til að finna fjársjóðinn.
Il buono, il brutto, il cattivo er í einu orði snilld. Ég get varla fundið neitt af henni. Handritið er geðveikt, sjaldan hefur svo mikið af flottum og svölum setningum verið í sama handritinu. Tónlistin í myndinni er náttúrulega líkast goðsögn. Aðalþemalag myndarinnar er í raun stórkoslegt afrek og ég held ég geti fullyrt að þetta sé eitt af þeim bestu, ef ekki það besta, þema í kvikmynd. Það á fullkomlega við myndina og fyrir utan það einfaldlega stórkostleg tónsmíði. Góður vitisburður um það er að flestir þeir sem ekki hafa séð myndina þekkja samt þemað.
Leikurinn í myndinni er líka mjög sannfærandi en Clint stelur þó senunni með yfirburðasvalleika sínum. Myndin af honum með hattinn og sjalið á sér (ef sjal má kalla), sem prýðir hulstur flestra útgáfa myndarinnar, segir meira en 1000 orð. Myndatakan fylgir listforminu og er mjög, mjög flott. Það sem ég hef helst rekið mig á þegar ég les umfjallanir um myndina er að margir álíta hana of langa. Ég er algjörlega ósammála, hún verður aldrei langdregin að mínu mati.
Lokaniðurstaða:
Ein besta mynd kvikmyndasögunnar. Sannkölluð must-see mynd.
**** 1/2 / *****