Finding Neverland er var valin vera besta mynd ársins 2004 af stjórn kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum.
Aðalleikarar myndarinnar eru Johnny Depp og Kate Winslet en myndin verður frumsýnd á Íslandi í janúar.
Jamie Foxx var valinn besti leikari ársins fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Ray og Annette Bening besta leikkona ársins fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Being Julia.
Michael Mann var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina Collateral, þar sem Tom Cruise fór með aðalhlutverk.
Besta teiknimyndin var The Incredibles og sigraði sú mynd þar með teiknimyndir eins og Shrek 2 og Polar Express.
Mel Gibson fyrir The Passion of the Christ og Michael Moore fyrir Fahrenheit 9/11 fengu sérstakar viðurkenningar fyrir að koma með myndir sem endurspegla frjálsræði kvikmynda.
Stjórnin er skipuð af 150 bandarískum þaulreyndum kvikmyndagagnrýnendum.